Scott Desields er einn þessara manna en hann reyndi nýverið að svara því hvort skotheld vesti gætu bjargað uppvakningum sem skotnir væru með einni af stærri byssukúlum heimsins. Á ensku er talað um „four bore“ byssu sem skýtur þessum kúlum en þær eru 25,4 millímetrar í þvermál.
Desields klæddi gínur, sem hannaðar eru til að líkjast mönnum og uppvakningum, í mismunandi brynvarnir í formi skotheldra vesta og skaut þær með mismunandi byssukúlum, þar á meðal risunum sem nefndir eru hér að ofan.

Í einu tilfelli fór kúlan ekki í gegnum stálplötuna sem myndaði brynvörnina heldur beygði hana saman og ýtti henni áfram inn í búk gínunnar.
Seinna meir skaut hann gínu í annars konar brynvörn með sömu byssu og er óhætt að segja að sú plata dugði ekki til.
Hér að neðan má sjá tilraun Desields en hann skýtur fyrst úr stóru byssunni eftir rúmar sex mínútur.