Lögmaður beinir spjótum að Páleyju í kjölfar sýknudóms Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 23:13 Hólmgeir segist efast um að sams konar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu. Lögmaður konu sem sýknuð var fyrir umsáturseinelti gegn Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, segist efast um að slík ákæra hefði birst annars staðar á landinu. Málið sé dapurt í alla staði. Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður konu sem var ákærð fyrir umsáturseinelti gagnvart Örnu McClure, segir Héraðsdóm Norðurlands eystra hafa staðið í fæturna og komist að því augljósa í dómi sem féll um miðjan maí. Vísir greindi frá dóminum fyrr í kvöld. Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, var sýknuð í öllum kæruliðum. En hún var meðal annars sökuð um að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli, hringt dyrasíma á heimili Örnu en ekki gert vart við sig þegar svarað var og að hafa sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa hjá fólki tengdu Örnu. Var konan sökuð um að hafa brotið 232. grein hegningarlaga, lið a, sem fjallar um umsáturseinelti. Dapurt mál í alla staði „Ákvæði 232. gr. a. almennra hegningarlaga um umsáturseinelti er ekki ætlað að vernda fólk fyrir einhverju sem er leiðinlegt og óþægilegt, óháð því hver á í hlut,“ segir Hólmgeir Elías á Facebook síðu sinni í kvöld. Beinir hann spjótum sínum að Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. „Einstaklega dapurt mál í alla staði, en ég efa það að samskonar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu,“ segir Hólmgeir Elías. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður konu sem var ákærð fyrir umsáturseinelti gagnvart Örnu McClure, segir Héraðsdóm Norðurlands eystra hafa staðið í fæturna og komist að því augljósa í dómi sem féll um miðjan maí. Vísir greindi frá dóminum fyrr í kvöld. Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, var sýknuð í öllum kæruliðum. En hún var meðal annars sökuð um að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli, hringt dyrasíma á heimili Örnu en ekki gert vart við sig þegar svarað var og að hafa sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa hjá fólki tengdu Örnu. Var konan sökuð um að hafa brotið 232. grein hegningarlaga, lið a, sem fjallar um umsáturseinelti. Dapurt mál í alla staði „Ákvæði 232. gr. a. almennra hegningarlaga um umsáturseinelti er ekki ætlað að vernda fólk fyrir einhverju sem er leiðinlegt og óþægilegt, óháð því hver á í hlut,“ segir Hólmgeir Elías á Facebook síðu sinni í kvöld. Beinir hann spjótum sínum að Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. „Einstaklega dapurt mál í alla staði, en ég efa það að samskonar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu,“ segir Hólmgeir Elías.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27