Blóðgjöf forsenda lífsbjargar í heilbrigðiskerfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 12:48 Deginum verður fagnað með rósum og grilluðum pylsum. Landspítalinn „Án blóðgjafa þá getur heilbrigðiskerfið ekki veitt alla þá þjónustu sem það er að veita í dag,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri hjá Blóðbankanum, þar sem haldið er upp á alþjóðlegan dag blóðgjafa í dag. Það er við hæfi að vekja athygli á mikilvægi blóðgjafa nú í júní þar sem sumarið er gengið í garð, þar sem fólk tekur sumarfrí og leggur land undir fót. „Við erum náttúrulega komin í þessa stöðu núna sem við erum oft í yfir sumartímann að það eru margir blóðgjafar í burtu,“ segir Ína. „Sumartíminn er alltaf erfiður tími.“ Í raun má segja að strax á vormánuðum dragi úr blóðgjöf, meðal annars vegna fjölda frídaga á mánudögum og fimmtudögum. Til að halda í við eftirspurn þarf Blóðbankinn á um 70 blóðgjöfum að halda á dag; það er að segja til að tryggja að allar þær blóðvörur séu til sem sjúklingar þurfa á að halda. Ína segir blóðgjafa sem betur fer duglega að svara kallinu ef vöntun verður á blóði en að sjálfsögðu sé langbest að fyrirbyggja að sú staða komi upp. Spurð að því hvernig endurnýjunin hafi verið; hvort yngra fólk sé að skila sér inn í hóp blóðgjafa, segir hún Covid-19 hafa sett strik í reikinginn. „Þá misstum við náttúrulega niður í talsverðan tíma alla nýliðun, því við höfum notað Blóðbankabílinn til að ná inn nýjum blóðgjöfum og hann var ekki á ferðinni í samkomutakmörkunum,“ segir hún. Þetta sé eitthvað sem enn sé verið að vinna upp. Hvað nýliðun varðar segir hún ekki síst horft til kvenna. „Það sem við höfum verið að leggja áherslu á er að fá inn fleiri konur. Það hefur tekist þokkalega en við konurnar getum gert betur,“ segir Ína. Hún segir kynjamisræmið meðal blóðgjafa að hluta til skýrast af því að konur mega gefa blóð sjaldnar en þó séu þarna sóknarfæri. „Konur eru framtíðin,“ segir Ína með léttum tón. Hún ítrekar mikilvægi blóðgjafa fyrir heilbrigðiskerfið. Þeir séu forsenda þess að „við getum veitt þá þjónustu sem við viljum öll fá ef við þurfum á að halda“. Þörf sem verður ekki sinnt öðruvísi en með blóðgjöf „Ég myndi byrja á því að segja að allir heilbrigðir Íslendingar 18 ára og eldri ættu að hugsa um að gerast blóðgjafar. Það eru 8.000 virkir blóðgjafar á Íslandi og við gefum 12.000 blóðgjafir á ári en úr þessum hópi kvarnast 2 til 3.000 einstaklingar á ári þannig að okkur vantar nýliðun upp á móti,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson, formaður Blóðgjafafélags Íslands, spurður að því hvaða skilaboðum um blóðgjöf hann vilji koma út í samfélagið. Davíð, sem stendur nú við grillið við Blóðbankann í tilefni dagsins, tekur undir með Ínu um mikilvægi þess a ná til kvenna en hlutfall kvenna meðal blóðgjafa sé töluvert hærra á Norðurlöndum en hérlendis. Sjálfur hefur Davíð verið blóðgjafi í 25 ár og gefið 205 sinnum, nú síðast í morgun. Hann segir að vonandi þurfi fæstir á blóðgjöf að halda en fyrir suma séu blóðgjafir lífsgjöf, til að mynda krabbameinssjúklinga, sem eru stóru hópur blóðþega. „Það er stór þörf í samfélaginu sem er ekki hægt að sinna öðruvísi en með óeigingjörnu starfi blóðgjafa,“ segir Davíð. Um endurliðun meðal ungu kynslóðarinnar segir Davíð gaman að finna fyrir sterkri samfélagsvitund um að leggja sitt af mörkum, sem sé ekki síst hægt að gera með því að gefa blóð. Unga fólkið sé duglegt að taka við sér þegar leitað er til þeirra í gegnum samfélagsmiðla. „En auðvitað má alltaf betur fara og betur gera og þannig erum við að vonast til að ná til breiðari hóps á þessum aldri til að byggja sterkari stoðir undir þann hóp blóðgjafa sem þegar er til staðar,“ segir Davíð. „Það er alltaf vöntun.“ Blóðgjöf Heilbrigðismál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Það er við hæfi að vekja athygli á mikilvægi blóðgjafa nú í júní þar sem sumarið er gengið í garð, þar sem fólk tekur sumarfrí og leggur land undir fót. „Við erum náttúrulega komin í þessa stöðu núna sem við erum oft í yfir sumartímann að það eru margir blóðgjafar í burtu,“ segir Ína. „Sumartíminn er alltaf erfiður tími.“ Í raun má segja að strax á vormánuðum dragi úr blóðgjöf, meðal annars vegna fjölda frídaga á mánudögum og fimmtudögum. Til að halda í við eftirspurn þarf Blóðbankinn á um 70 blóðgjöfum að halda á dag; það er að segja til að tryggja að allar þær blóðvörur séu til sem sjúklingar þurfa á að halda. Ína segir blóðgjafa sem betur fer duglega að svara kallinu ef vöntun verður á blóði en að sjálfsögðu sé langbest að fyrirbyggja að sú staða komi upp. Spurð að því hvernig endurnýjunin hafi verið; hvort yngra fólk sé að skila sér inn í hóp blóðgjafa, segir hún Covid-19 hafa sett strik í reikinginn. „Þá misstum við náttúrulega niður í talsverðan tíma alla nýliðun, því við höfum notað Blóðbankabílinn til að ná inn nýjum blóðgjöfum og hann var ekki á ferðinni í samkomutakmörkunum,“ segir hún. Þetta sé eitthvað sem enn sé verið að vinna upp. Hvað nýliðun varðar segir hún ekki síst horft til kvenna. „Það sem við höfum verið að leggja áherslu á er að fá inn fleiri konur. Það hefur tekist þokkalega en við konurnar getum gert betur,“ segir Ína. Hún segir kynjamisræmið meðal blóðgjafa að hluta til skýrast af því að konur mega gefa blóð sjaldnar en þó séu þarna sóknarfæri. „Konur eru framtíðin,“ segir Ína með léttum tón. Hún ítrekar mikilvægi blóðgjafa fyrir heilbrigðiskerfið. Þeir séu forsenda þess að „við getum veitt þá þjónustu sem við viljum öll fá ef við þurfum á að halda“. Þörf sem verður ekki sinnt öðruvísi en með blóðgjöf „Ég myndi byrja á því að segja að allir heilbrigðir Íslendingar 18 ára og eldri ættu að hugsa um að gerast blóðgjafar. Það eru 8.000 virkir blóðgjafar á Íslandi og við gefum 12.000 blóðgjafir á ári en úr þessum hópi kvarnast 2 til 3.000 einstaklingar á ári þannig að okkur vantar nýliðun upp á móti,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson, formaður Blóðgjafafélags Íslands, spurður að því hvaða skilaboðum um blóðgjöf hann vilji koma út í samfélagið. Davíð, sem stendur nú við grillið við Blóðbankann í tilefni dagsins, tekur undir með Ínu um mikilvægi þess a ná til kvenna en hlutfall kvenna meðal blóðgjafa sé töluvert hærra á Norðurlöndum en hérlendis. Sjálfur hefur Davíð verið blóðgjafi í 25 ár og gefið 205 sinnum, nú síðast í morgun. Hann segir að vonandi þurfi fæstir á blóðgjöf að halda en fyrir suma séu blóðgjafir lífsgjöf, til að mynda krabbameinssjúklinga, sem eru stóru hópur blóðþega. „Það er stór þörf í samfélaginu sem er ekki hægt að sinna öðruvísi en með óeigingjörnu starfi blóðgjafa,“ segir Davíð. Um endurliðun meðal ungu kynslóðarinnar segir Davíð gaman að finna fyrir sterkri samfélagsvitund um að leggja sitt af mörkum, sem sé ekki síst hægt að gera með því að gefa blóð. Unga fólkið sé duglegt að taka við sér þegar leitað er til þeirra í gegnum samfélagsmiðla. „En auðvitað má alltaf betur fara og betur gera og þannig erum við að vonast til að ná til breiðari hóps á þessum aldri til að byggja sterkari stoðir undir þann hóp blóðgjafa sem þegar er til staðar,“ segir Davíð. „Það er alltaf vöntun.“
Blóðgjöf Heilbrigðismál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira