Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2025 11:27 Maðurinn framdi líkamsárásina á Hafnartorgi að sumri til árið 2021. Vísir/Vilhelm Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Í dómi Landsréttar þess efnis, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að manni með ítrekuðum hnéspörkum í höfuð og búk. Fyrir héraðsdómi hafi hann gengist við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en hafnað heimfærslu háttseminnar til ákvæðs hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Taldi aðra heimfærslu hæpna Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins hefði héraðsdómari sent tölvubréf til verjanda mannsins þar sem hann lýsti því meðal annars að hann teldi afar hæpið að heimfæra háttsemina undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Tölvubréfið var svohljóðandi: „Eins og málið horfir við mér eftir að hafa skoðað upptökuna þá er afar hæpið að heimfæra undir 217. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli nær að takmarka sitt eigið tjón en um slíkt hefur verið dæmt áður, þ.e. það breytir ekki hættueiginleika verknaðarins. Ákærði hefur viðurkennt þá háttsemi sem sést á upptökunni. Ég tel þetta því góða niðurstöðu fyrir ákærða ef af verður, ellegar hefði ég sennilega látið fara fram sönnunarfærslu um þetta fyrir dóminum. Eins og málið er vaxið kæmi ekki til greina að beita refsibrottfalli vegna fyrningar án þess að til þess kæmi.“ Réttmætur vafi um óhlutdrægni Í dóminum segir að Landsréttur hafi talið að með ummælum í tölvupóstinum hefði héraðsdómari lýst afstöðu sinni til þeirra efnisvarna sem maðurinn hafði teflt fram í málinu. Þar með hefði verið kominn upp réttmætur vafi um óhlutdrægni dómarans, en skylda dómara til að gæta að hæfi sínu sneri meðal annars að því að efnisleg afstaða hans til ágreinings kæmi ekki fram fyrr en í dómi. Hinn áfrýjaði dómur hafi því verið ómerktur og heimvísað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Ekki fyrsta tölvubréfið sem vekur athygli Dómarinn sem um ræðir er Sigríður Hjaltested við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tölvubréf henni tengt vekur athygli en síðast þegar það gerðist var hún á hinum endanum. Hún var viðtakandi „harla óvenjulegs“ tölvubréfs lögmannsins Ómars R. Valdimarssonar í tengslum við dæmda málsvarnarþóknun hans í Bankastrætis club-málinu svokallaða. Dómsmál Dómstólar Reykjavík Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í dómi Landsréttar þess efnis, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að manni með ítrekuðum hnéspörkum í höfuð og búk. Fyrir héraðsdómi hafi hann gengist við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en hafnað heimfærslu háttseminnar til ákvæðs hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Taldi aðra heimfærslu hæpna Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins hefði héraðsdómari sent tölvubréf til verjanda mannsins þar sem hann lýsti því meðal annars að hann teldi afar hæpið að heimfæra háttsemina undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Tölvubréfið var svohljóðandi: „Eins og málið horfir við mér eftir að hafa skoðað upptökuna þá er afar hæpið að heimfæra undir 217. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli nær að takmarka sitt eigið tjón en um slíkt hefur verið dæmt áður, þ.e. það breytir ekki hættueiginleika verknaðarins. Ákærði hefur viðurkennt þá háttsemi sem sést á upptökunni. Ég tel þetta því góða niðurstöðu fyrir ákærða ef af verður, ellegar hefði ég sennilega látið fara fram sönnunarfærslu um þetta fyrir dóminum. Eins og málið er vaxið kæmi ekki til greina að beita refsibrottfalli vegna fyrningar án þess að til þess kæmi.“ Réttmætur vafi um óhlutdrægni Í dóminum segir að Landsréttur hafi talið að með ummælum í tölvupóstinum hefði héraðsdómari lýst afstöðu sinni til þeirra efnisvarna sem maðurinn hafði teflt fram í málinu. Þar með hefði verið kominn upp réttmætur vafi um óhlutdrægni dómarans, en skylda dómara til að gæta að hæfi sínu sneri meðal annars að því að efnisleg afstaða hans til ágreinings kæmi ekki fram fyrr en í dómi. Hinn áfrýjaði dómur hafi því verið ómerktur og heimvísað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Ekki fyrsta tölvubréfið sem vekur athygli Dómarinn sem um ræðir er Sigríður Hjaltested við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tölvubréf henni tengt vekur athygli en síðast þegar það gerðist var hún á hinum endanum. Hún var viðtakandi „harla óvenjulegs“ tölvubréfs lögmannsins Ómars R. Valdimarssonar í tengslum við dæmda málsvarnarþóknun hans í Bankastrætis club-málinu svokallaða.
Dómsmál Dómstólar Reykjavík Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira