Samfylkingin telur samgönguáætlun ekki full fjármagnaða Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2023 13:59 Öll gjaldtaka á umferðina er í endurskoðun vegna orkuskiptanna. Í jarðgangaáætlun er reiknað með að gjaldtaka verði tekin upp í öllum jaðgöngum. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis segir ný framlagða samgönguáætlun ekki full fjármagnaða og hefur áhyggjur af efndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri um 80 milljarða uppsöfnuð viðhaldsskuld á þjóðvegum landsins sem skynsamlegt væri að ráðast í sem fyrst. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til fimmtán ára og jarðgangaáætlun til 30 ára í gær, þar sem áætlað er að 909 milljarðar fari í framkvæmdir í samgöngumálum fram til ársins 2038. Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd segir verðug verkefni í áætluninni. „En þau eru til mjög langs tíma og fjármögnun er alsendis óráðin. Sérstaklega fyrstu fjögur til fimm árin. Þannig að eitt er að gera áætlun og annað er að fjármagna hana,“ segir Þórunn. Þá hafi hún áhyggjur af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuframkvæmdum, meðal annars í samhengi við loftslagsmálin. Í fljótu bragði væri lítil áhersla á þær framkvæmdir sem þyrfti að skoða betur. Innviðaráðherra hefur sagt að uppfæra þyrfti samgöngusáttmálann vegna verðlags og breyttra áherslna í sumum verkefnanna. Þórunn tekur undir að uppfæra þurfi flest vegna verðlagsbreytinga. Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd.Vísir/Vilhelm „En það er auðvitað þannig að þorri okkar býr höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins. Vegaframkvæmdir og samgönguframkvæmdir þar eru alveg jafn mikilvægar og samgönguframkvæmdir annar staðar. Mér þykir áherslan á betri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu ekki nógu skýr,“ segir Þórunn. Þá væri uppsöfnuð 80 milljarða viðhaldsskuld í vegakerfinu sem væri best að ráðast í sem fyrst. Hins vegar virtist ekkert stórt eiga að gerast í þeim efnum á yfirstandandi kjörtímabili. Í jarðgangaáætlun er tíu göngum forgangsraðað og fjögur önnur sett í nánari skoðun. Áætlað er að þau fari mörg eða öll í samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila og tekin verði upp gjaldtaka í öllum göngum samhliða endurskoðun gjalda á umferðina almennt sem nú stendur yfir. Þórunn segir Samfylkinguna almennt ekki á móti veggjöldum þar sem þau eigi við. Þessi mál verði að skoða heilstætt. „Við verðum að vita hvar við ætlum að afla vegagjalda og hvers vegna. Þá þarf það að ganga jafnt yfir alls staðar. Hvað varðar jarðgangaáformin þá eru þau mikil og mörg en það hefur eiginlega ekkert gerst á þessu kjörtímabili í þeim málum. Ég á eftir að sjá að þetta gangi allt eftir miðað við kostnaðinn og þessar miklu áætlanir,“segir Þórunn. Samkvæmt samgönguáætlun á meðal annars að klára stækkun flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Vísir/Vilhelm Í samgönguáætluninni er gert ráð fyrir átaki til að ljúka stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli, uppbyggingu flughlaðs og lagningu akbrautar á Egilsstaðaflugvelli og byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Þetta verði fjármagnað með varaflugvallagjaldi sem samþykkt var á vorþingi. „Það er greinilega mikil áhersla lögð á þessa flugstöð við Reykjavíkurflugvöll. En auðvitað er varaflugvallagjaldið upptaka á gamalli skattlagningu. Það voru engar deilur um það í þinginu," segir Þórunn. Varaflugvellir væru hins vegar skilgreindir af flugrekendum sem veldu þá, hvort sem þeir væru í Kanada eða Skotlandi. „En ég held að þetta snúist miklu frekar um að við höfum innanlandsflugvelli sem geta sinnt hlurverki sínu," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir sem reiknar með miklum umræðum um samgöngu- og jarðgangaáætlanir á haustþingi. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samfylkingin Vegagerð Tengdar fréttir Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til fimmtán ára og jarðgangaáætlun til 30 ára í gær, þar sem áætlað er að 909 milljarðar fari í framkvæmdir í samgöngumálum fram til ársins 2038. Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd segir verðug verkefni í áætluninni. „En þau eru til mjög langs tíma og fjármögnun er alsendis óráðin. Sérstaklega fyrstu fjögur til fimm árin. Þannig að eitt er að gera áætlun og annað er að fjármagna hana,“ segir Þórunn. Þá hafi hún áhyggjur af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuframkvæmdum, meðal annars í samhengi við loftslagsmálin. Í fljótu bragði væri lítil áhersla á þær framkvæmdir sem þyrfti að skoða betur. Innviðaráðherra hefur sagt að uppfæra þyrfti samgöngusáttmálann vegna verðlags og breyttra áherslna í sumum verkefnanna. Þórunn tekur undir að uppfæra þurfi flest vegna verðlagsbreytinga. Þórunn Sveinbjarnardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd.Vísir/Vilhelm „En það er auðvitað þannig að þorri okkar býr höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorni landsins. Vegaframkvæmdir og samgönguframkvæmdir þar eru alveg jafn mikilvægar og samgönguframkvæmdir annar staðar. Mér þykir áherslan á betri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu ekki nógu skýr,“ segir Þórunn. Þá væri uppsöfnuð 80 milljarða viðhaldsskuld í vegakerfinu sem væri best að ráðast í sem fyrst. Hins vegar virtist ekkert stórt eiga að gerast í þeim efnum á yfirstandandi kjörtímabili. Í jarðgangaáætlun er tíu göngum forgangsraðað og fjögur önnur sett í nánari skoðun. Áætlað er að þau fari mörg eða öll í samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila og tekin verði upp gjaldtaka í öllum göngum samhliða endurskoðun gjalda á umferðina almennt sem nú stendur yfir. Þórunn segir Samfylkinguna almennt ekki á móti veggjöldum þar sem þau eigi við. Þessi mál verði að skoða heilstætt. „Við verðum að vita hvar við ætlum að afla vegagjalda og hvers vegna. Þá þarf það að ganga jafnt yfir alls staðar. Hvað varðar jarðgangaáformin þá eru þau mikil og mörg en það hefur eiginlega ekkert gerst á þessu kjörtímabili í þeim málum. Ég á eftir að sjá að þetta gangi allt eftir miðað við kostnaðinn og þessar miklu áætlanir,“segir Þórunn. Samkvæmt samgönguáætlun á meðal annars að klára stækkun flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli. Vísir/Vilhelm Í samgönguáætluninni er gert ráð fyrir átaki til að ljúka stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli, uppbyggingu flughlaðs og lagningu akbrautar á Egilsstaðaflugvelli og byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Þetta verði fjármagnað með varaflugvallagjaldi sem samþykkt var á vorþingi. „Það er greinilega mikil áhersla lögð á þessa flugstöð við Reykjavíkurflugvöll. En auðvitað er varaflugvallagjaldið upptaka á gamalli skattlagningu. Það voru engar deilur um það í þinginu," segir Þórunn. Varaflugvellir væru hins vegar skilgreindir af flugrekendum sem veldu þá, hvort sem þeir væru í Kanada eða Skotlandi. „En ég held að þetta snúist miklu frekar um að við höfum innanlandsflugvelli sem geta sinnt hlurverki sínu," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir sem reiknar með miklum umræðum um samgöngu- og jarðgangaáætlanir á haustþingi.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samfylkingin Vegagerð Tengdar fréttir Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30