Bjarni tilkynnir væntanleg ráðherraskipti á sunnudag Heimir Már Pétursson skrifar 15. júní 2023 12:07 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir slæmt ekki tókst að koma breytingum á lögreglulögum og frumvörpum um sameiningu héraðsdómstóla og sýslumannsembætta í gegn á Alþingi á vorþingi. Stöð 2/Steingrímur Dúi Fastlega er búist við að Jón Gunnarsson láti af embætti dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður flokksins á Suðurlandi komi inn í ríkisstjórn í hans stað. Guðrún Hafsteinsdóttir kemur úr Suðurkjördæmi þar sem lengi hefur verið þrýst á innan Sjálfstæðisflokksins að kjördæmið fengi ráðherra.Vísir/Vilhelm Núverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við af fyrri stjórn hennar með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hinn 28. nóvember árið 2021. Þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur boðaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra aðbreytingar yrðu á ráðherraskipan flokksins að 18 mánuðum liðnum. Þá kæmi Guðrún Hafsteinsdóttir í ríkisstjórn í stað Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum klukkan tíu á mánudagsmorgun þar sem boðuð ráðherraskipti fara væntanlega fram. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að stefnt sé að þingflokksfundi á sunnudag en verst allra frétta um dagskrá fundarins. Bjarni hefur hins vegar ítrekað sagt í fjölmiðlum að fyrri áætlun hans um að Guðrún Hafsteinsdóttir komi í ríkisstjórn á miðju kjörtímabili standi. Þá var ekki annað að heyra á Jóni Gunnarssyni eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag að hann væri á förum úr ríkisstjórn. Muntu sjá eftir því að fara úr dómsmálaráðuneytinu ef sú verður raunin? Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kemur úr Suðvesturkjördæmi, sama kjördæmi og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.Sigurjón Ólason „Já, já það er alltaf eftirsjá fyrir þann sem er í pólitík að hverfa úr þessu. Við erum að mörgu leyti úti í miðri á en svona er bara pólitíkin stundum. Það verður bara að koma í ljós hver ákvörðun þingflokks og formanns í flokknum verður í þessum efnum.“ Og þú munt styðja hans tillögu hver sem hún verður? „Já, það er nú vaninn í okkar flokki að formaður kemur með tillögu sem þingflokkurinn samþykkir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Formenn flokka halda yfirleitt þétt að sér spilunum áður en þeir leggja tillögur um ráðherraskipan fyrir í þingflokkum sínum og Bjarni Benediktsson hefur ekki verið nein undantekning á því. Þótt líklegt verði að teljast að Jón og Guðrún hafi vistaskipti er hins vegar ekki hægt að útiloka að Bjarni skáki einnig ráðherrum sínum til á milli embætta, eða geri aðrar breytingar. Það kemur allt í ljós eftir þingflokksfundinn á sunnudag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13. júní 2023 12:02 Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 9. júní 2023 21:31 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir kemur úr Suðurkjördæmi þar sem lengi hefur verið þrýst á innan Sjálfstæðisflokksins að kjördæmið fengi ráðherra.Vísir/Vilhelm Núverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við af fyrri stjórn hennar með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hinn 28. nóvember árið 2021. Þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur boðaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra aðbreytingar yrðu á ráðherraskipan flokksins að 18 mánuðum liðnum. Þá kæmi Guðrún Hafsteinsdóttir í ríkisstjórn í stað Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum klukkan tíu á mánudagsmorgun þar sem boðuð ráðherraskipti fara væntanlega fram. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að stefnt sé að þingflokksfundi á sunnudag en verst allra frétta um dagskrá fundarins. Bjarni hefur hins vegar ítrekað sagt í fjölmiðlum að fyrri áætlun hans um að Guðrún Hafsteinsdóttir komi í ríkisstjórn á miðju kjörtímabili standi. Þá var ekki annað að heyra á Jóni Gunnarssyni eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag að hann væri á förum úr ríkisstjórn. Muntu sjá eftir því að fara úr dómsmálaráðuneytinu ef sú verður raunin? Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kemur úr Suðvesturkjördæmi, sama kjördæmi og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.Sigurjón Ólason „Já, já það er alltaf eftirsjá fyrir þann sem er í pólitík að hverfa úr þessu. Við erum að mörgu leyti úti í miðri á en svona er bara pólitíkin stundum. Það verður bara að koma í ljós hver ákvörðun þingflokks og formanns í flokknum verður í þessum efnum.“ Og þú munt styðja hans tillögu hver sem hún verður? „Já, það er nú vaninn í okkar flokki að formaður kemur með tillögu sem þingflokkurinn samþykkir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Formenn flokka halda yfirleitt þétt að sér spilunum áður en þeir leggja tillögur um ráðherraskipan fyrir í þingflokkum sínum og Bjarni Benediktsson hefur ekki verið nein undantekning á því. Þótt líklegt verði að teljast að Jón og Guðrún hafi vistaskipti er hins vegar ekki hægt að útiloka að Bjarni skáki einnig ráðherrum sínum til á milli embætta, eða geri aðrar breytingar. Það kemur allt í ljós eftir þingflokksfundinn á sunnudag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13. júní 2023 12:02 Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 9. júní 2023 21:31 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19
Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13. júní 2023 12:02
Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 9. júní 2023 21:31