Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. júní 2023 14:00 Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, gagnrýnir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur. Stöð 2/Bjarni Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. Greint var frá því um helgina að Landssamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Samtökin segja borgina brjóta með verklagi sínu á annað hundrað manns. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina frekar vilja nýta fjármuni í þjónustu við fatlað fólk frekar en bætur. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ámælisvert af borgarstjóra að blanda þessu saman. Fatlað fólk eigi lögbundinn rétt til húsnæðis og búið sé að brjóta á þeim rétti. „Þessir einstaklingar eiga ekkert að þurfa að taka þann rétt sinn. Það eru ríki og sveitarfélög sem lögum samkvæmt eiga að greiða þetta eins og aðra þjónustu. Þannig að þessi framsetning er mjög ámælisverð og hún er villandi og hún er engan vegin samboðin borgarstjóra finnst okkur,“ segir Árni Múli. Dagur sagði borgina jafnframt í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks. Milljarða vanti í málaflokkinn og að ríkið dragi lappirnar í málinu í sífellu. „Við getum alveg tekið undir það, það er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög leiði til lykta þessa eilífu togstreitu um hvernig eigi að kosta þjónustu við fatlað fólk. Þjónustu sem er mjög oft forsenda þess að fatlað fólk geti notið mannréttinda. Og hætti að togast á um þetta og tala um fatlað fólk eins og vondir valdamenn hér á fyrri öldum töluðu um hreppsómaga,“ segir Árni Múli jafnframt.Það breyti þó engu um það að borgin verði að fara að lögum. „Það liggur fyrir dómur um það að það verklag sem Reykjavíkurborg hefur haft og hefur ennþá ekki breytt varðandi úthlutun um húsnæðis til fatlaðs fólks stenst ekki lög og því verður að breyta.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00 Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Greint var frá því um helgina að Landssamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Samtökin segja borgina brjóta með verklagi sínu á annað hundrað manns. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina frekar vilja nýta fjármuni í þjónustu við fatlað fólk frekar en bætur. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ámælisvert af borgarstjóra að blanda þessu saman. Fatlað fólk eigi lögbundinn rétt til húsnæðis og búið sé að brjóta á þeim rétti. „Þessir einstaklingar eiga ekkert að þurfa að taka þann rétt sinn. Það eru ríki og sveitarfélög sem lögum samkvæmt eiga að greiða þetta eins og aðra þjónustu. Þannig að þessi framsetning er mjög ámælisverð og hún er villandi og hún er engan vegin samboðin borgarstjóra finnst okkur,“ segir Árni Múli. Dagur sagði borgina jafnframt í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks. Milljarða vanti í málaflokkinn og að ríkið dragi lappirnar í málinu í sífellu. „Við getum alveg tekið undir það, það er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög leiði til lykta þessa eilífu togstreitu um hvernig eigi að kosta þjónustu við fatlað fólk. Þjónustu sem er mjög oft forsenda þess að fatlað fólk geti notið mannréttinda. Og hætti að togast á um þetta og tala um fatlað fólk eins og vondir valdamenn hér á fyrri öldum töluðu um hreppsómaga,“ segir Árni Múli jafnframt.Það breyti þó engu um það að borgin verði að fara að lögum. „Það liggur fyrir dómur um það að það verklag sem Reykjavíkurborg hefur haft og hefur ennþá ekki breytt varðandi úthlutun um húsnæðis til fatlaðs fólks stenst ekki lög og því verður að breyta.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00 Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00
Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41