FH, sem eru nýliðar í Bestudeild-kvenna, hafa verið á mikilli siglingu í upphafi móts og sitja í 4. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. ÍBV hafa aftur á móti verið í brasi og eru í næst neðsta sæti, og fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með erfiðum leik fyrir heimakonur, þar á meðal þjálfari þeirra, Todor Hristov:
-Hver er lykillinn að því að vinna FH í dag?
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023
-Hvað heldurðu?
-Ég spyr þig.
-Ég er að spyrja þig. Ég veit það ekki.
Todor, þjálfari ÍBV slær á létta strengi fyrir leik. Menn verða jú að vera léttir.#Mjólkurbikarinn pic.twitter.com/gpTlq9vzLG
Margrét Brynja Kristinsdóttir kom gestunum yfir á 13. mínútu en Olga Sevcova jafnaði leikinn á 29. svo að ekki var öll nótt úti enn fyrir ÍBV. Jafnt á öllum tölum í hálfleik.
Hér má sjá það helsta úr þessum prýðilega fjöruga fyrri hálfleik í fyrsta leik 8-liða úrslita @mjolkurbikarinn kvenna. Staðan er ÍBV 1 - FH 1. pic.twitter.com/Qu6lrAdmCt
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023
Mackenzie Marie George kom gestunum svo yfir á 52. mínútu og strax á næstu mínútu gekk Shaina Faiena Ashouri endanlega frá leiknum.
Mackenzie Marie George kemur FH yfir, 1-2 í upphafi seinni hálfleiks. Aftur lenda Eyjakonur undir. pic.twitter.com/KkY4RSJuFm
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023
Aðeins mínútu eftir annað mark FH kemur það þriðja og nú er það Shaina Faiena Ashouri. Staðan er ÍBV 1 - FH 3. pic.twitter.com/6Bc3gf32Og
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023
Ashouri fékk svo eins og áður sagði rautt spjald undir lok leiksins, en hún nældi sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, og verður því væntanlega í banni í 4-liða úrslitum.
Shaina Ashouri fær tvö gul spjöld á einni mínútu og er farin út af með rautt. FH-ingar eru einum færri síðustu mínúturnar. pic.twitter.com/Kqch8qUTFb
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023