Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2023 10:48 Jack Teixeira, sem er 21 árs gamall, gæti verið dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að leka leynilegum gögnum á netið. AP/Margaret Small Jack Teixeira hefur verið ákærður fyrir að leka leynilegum hernaðarupplýsingum á netið um langt skeið. Hann birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl. Teixeira, sem er 21 árs gamall, stendur frammi fyrir allt að sextíu ára langri fangelsisvist. Lekamaðurinn vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. „Að vita meira um hvað er að gerast en nánast allir aðrir er töff,“ skrifaði Teixeira eitt sinn á Discord, samkvæmt saksóknurum. Ítrekað ávíttur af yfirmönnum Í ákærunni segir að Teixeira hafi byrjað að leka upplýsingum í janúar 2022 og allt til apríl 2023 en þá höfðu myndirnar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Teixeira var ítrekað ávíttur af yfirmönnum sínum fyrir að fylgja ekki reglum um meðferð leynilegra upplýsinga. Hann var skammaður í september fyrir að skrifa niður leynilegar upplýsingar en um mánuði síðar var hann ávíttur aftur fyrir að hafa ekki hætt að skrifa niður leynilegar upplýsingar. Þá var honum skipað að hætta því og einbeita sér að starfi sínu. Í janúar sást hann svo skoða gögn sem hann átti ekki að vera að skoða og tengdust starfi hans ekki. Var hann einnig ávíttur þá. Enn er ekki opinbert hve mörgum myndum og hve mikið af leynilegum upplýsingum Teixeira deildi, samkvæmt frétt New York Times, en saksóknarar segja lekann mun umfangsmeiri en áður hafi komið fram. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir Marrick B. Garland, dómsmálaráðherra, að Teixeira hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna með framferði sínu. Í ákærunni, sem sjá má hér, segir meðal annars að Teixeira hafi lekið upplýsingum um hreyfingar rússneskra og úkraínskra hermanna sem hafi mögulega komið upp um leynilegar aðferðir Bandaríkjanna til að afla upplýsinga. Þá segir að hann hafi átt að vera meðvitaður um að hann gæti valdið Bandaríkjunum skaða með framferði sínu. Ekki uppljóstrari Einn meðlimur Discord-hópsins sagði blaðamönnum Washington Post að Teixeira hafði vitað að hann væri að birta leynileg gögn og að hann ætti ekki að sýna fólki þessar myndir. „Hann vissi auðvitað hvað hann var að gera þegar hann birti þessi skjöl,“ sagði vinurinn. Hann ítrekaði einnig að Teixeira hafi aldrei viljað að myndunum yrði dreift út fyrir hóp þeirra og að hann hafi ekki verið að reyna að varpa ljósi á einhvers konar óréttlæti. Þess í stað hefði Teixeira viljað sýna vinum sínum að hann vissi meira en þeir um hvað væri í gangi og hefði aðgang að leynilegum upplýsingum. „Ég myndi alls ekki kalla hann uppljóstrara.“ Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Teixeira, sem er 21 árs gamall, stendur frammi fyrir allt að sextíu ára langri fangelsisvist. Lekamaðurinn vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. „Að vita meira um hvað er að gerast en nánast allir aðrir er töff,“ skrifaði Teixeira eitt sinn á Discord, samkvæmt saksóknurum. Ítrekað ávíttur af yfirmönnum Í ákærunni segir að Teixeira hafi byrjað að leka upplýsingum í janúar 2022 og allt til apríl 2023 en þá höfðu myndirnar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Teixeira var ítrekað ávíttur af yfirmönnum sínum fyrir að fylgja ekki reglum um meðferð leynilegra upplýsinga. Hann var skammaður í september fyrir að skrifa niður leynilegar upplýsingar en um mánuði síðar var hann ávíttur aftur fyrir að hafa ekki hætt að skrifa niður leynilegar upplýsingar. Þá var honum skipað að hætta því og einbeita sér að starfi sínu. Í janúar sást hann svo skoða gögn sem hann átti ekki að vera að skoða og tengdust starfi hans ekki. Var hann einnig ávíttur þá. Enn er ekki opinbert hve mörgum myndum og hve mikið af leynilegum upplýsingum Teixeira deildi, samkvæmt frétt New York Times, en saksóknarar segja lekann mun umfangsmeiri en áður hafi komið fram. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir Marrick B. Garland, dómsmálaráðherra, að Teixeira hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna með framferði sínu. Í ákærunni, sem sjá má hér, segir meðal annars að Teixeira hafi lekið upplýsingum um hreyfingar rússneskra og úkraínskra hermanna sem hafi mögulega komið upp um leynilegar aðferðir Bandaríkjanna til að afla upplýsinga. Þá segir að hann hafi átt að vera meðvitaður um að hann gæti valdið Bandaríkjunum skaða með framferði sínu. Ekki uppljóstrari Einn meðlimur Discord-hópsins sagði blaðamönnum Washington Post að Teixeira hafði vitað að hann væri að birta leynileg gögn og að hann ætti ekki að sýna fólki þessar myndir. „Hann vissi auðvitað hvað hann var að gera þegar hann birti þessi skjöl,“ sagði vinurinn. Hann ítrekaði einnig að Teixeira hafi aldrei viljað að myndunum yrði dreift út fyrir hóp þeirra og að hann hafi ekki verið að reyna að varpa ljósi á einhvers konar óréttlæti. Þess í stað hefði Teixeira viljað sýna vinum sínum að hann vissi meira en þeir um hvað væri í gangi og hefði aðgang að leynilegum upplýsingum. „Ég myndi alls ekki kalla hann uppljóstrara.“
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48
Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45