Lumbraði á löggu í ölæði Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 12:14 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands þann 6. júní. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Austurlandi hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að kýla lögregluþjón. Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að maðurinn hafi verið handtekinn í september í fyrra nálægt heimili sínu á ótilgreindum stað á Austurlandi. Samkvæmt lögregluskýrslu var maðurinn mjög ölvaður og æstur í þokkabót. Í frumskýrslu fjögurra lögreglumanna, sem afskipti höfðu af manninum á lögreglustöð bæjarins, segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi meðal annars viðhaft svigurmæli og ógnandi hegðun, þar á meðal eftir að hann hafði verið færður í fangaklefa. Fram kemur að fylgst hafi verið með manninum í klefanum af öryggisástæðum, en hljóð-og myndefni þar um eru á meðal rannsóknargagna. Samkvæmt gögnum var meðal annars haft tal af manninum í gegnum lúgu á klefahurð nokkru eftir miðnætti og má meðal annars heyra í upptökum að maðurinn óskar eftir því að fá að fara á salerni,en er neitað af öryggisástæðum. Piparúði olli vandræðum Vegna atgangs og aðgerða mannsins tókst lögreglumönnum ekki að loka fyrrnefndri lúgu og voru klefadyrnar því opnaðar. Maðurinn brást þá skjótt við og í framhaldinu af því urðu átök með honum og tveimur lögreglumönnum. Maðurinn var færður á gólfið með valdi og piparúða var úðað á hann. Ekki fór betur en svo að úðinn fór einnig yfir annan lögreglumanninn sem olli því að hinn var í stuttan tíma einn með manninum. Lögreglumaðurinn sat ofan á manninum og heldur um hendur hans þar sem hann liggur á bakinu. Við þessar aðstæður náði maðurinn að losa um hægri hönd sína og kýla í framhaldi af því á gagnauga og vinstri augabrún lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn hlaut af þessu skurð á vinstri augabrún, mar á efra augnloki og mar á vinstra kinnbeini. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og því var maðurinn sakfelldur án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar, sem var skilorðsbundin til þriggja ára. Þá var maðurinn dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað, alls 619 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Austurlands segir að maðurinn hafi verið handtekinn í september í fyrra nálægt heimili sínu á ótilgreindum stað á Austurlandi. Samkvæmt lögregluskýrslu var maðurinn mjög ölvaður og æstur í þokkabót. Í frumskýrslu fjögurra lögreglumanna, sem afskipti höfðu af manninum á lögreglustöð bæjarins, segir að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og að hann hafi meðal annars viðhaft svigurmæli og ógnandi hegðun, þar á meðal eftir að hann hafði verið færður í fangaklefa. Fram kemur að fylgst hafi verið með manninum í klefanum af öryggisástæðum, en hljóð-og myndefni þar um eru á meðal rannsóknargagna. Samkvæmt gögnum var meðal annars haft tal af manninum í gegnum lúgu á klefahurð nokkru eftir miðnætti og má meðal annars heyra í upptökum að maðurinn óskar eftir því að fá að fara á salerni,en er neitað af öryggisástæðum. Piparúði olli vandræðum Vegna atgangs og aðgerða mannsins tókst lögreglumönnum ekki að loka fyrrnefndri lúgu og voru klefadyrnar því opnaðar. Maðurinn brást þá skjótt við og í framhaldinu af því urðu átök með honum og tveimur lögreglumönnum. Maðurinn var færður á gólfið með valdi og piparúða var úðað á hann. Ekki fór betur en svo að úðinn fór einnig yfir annan lögreglumanninn sem olli því að hinn var í stuttan tíma einn með manninum. Lögreglumaðurinn sat ofan á manninum og heldur um hendur hans þar sem hann liggur á bakinu. Við þessar aðstæður náði maðurinn að losa um hægri hönd sína og kýla í framhaldi af því á gagnauga og vinstri augabrún lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn hlaut af þessu skurð á vinstri augabrún, mar á efra augnloki og mar á vinstra kinnbeini. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og því var maðurinn sakfelldur án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar, sem var skilorðsbundin til þriggja ára. Þá var maðurinn dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað, alls 619 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira