Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2023 11:52 Sendinefnd forseta frá Afríku er stödd í Kænugarði en forsetarnir þurftu að leita sér skjóls þegar Rússar skutu eldflaugum að borginni. AP/Efrem Lukatsky Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta. Sendinefndin er skipuð forsetum frá Suður-Afríku, Senegal, Sambíu, Kómoreyjum og Egyptalandi. Þeir vilja bæði reyna að miðla mála milli Úkraínumanna og Rússa og reyna að tryggja að sendingar korns frá Úkraínu verði haldið áfram og reyna að kaupa áburð frá Rússlandi. Ferð forsetanna byrjaði í Bucha, þar sem rússneskir hermenn myrtu fjölmarga óbreytta borgara í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á meðan þeir voru þar var eldflaugunum skotið á Kænugarð. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex Kinzhal eldflaugar, sem eiga að vera ofurhljóðfráar, sex stýriflaugar og tvo dróna. [PHOTOS]: African Heads of State and Government earlier visited the City of Bucha in Ukraine and participated in a commemoration ceremony at a civilian mass burial site where hundreds of people were killed at the start of the conflict.#AfricanPeaceMission pic.twitter.com/resvqUDN3b— Presidency | South Africa (@PresidencyZA) June 16, 2023 Reuters hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að engar fregnir hafi borist af mannfalli eða alvarlegum skemmdum en lögreglan segir einhverja hafa særst og þá mögulega vegna fallandi braks. Blaðamaður Reuters sá bílalest forsetanna er henni var ekið inn í Kænugarð og var stoppað við hótel, þar sem forsetarnir fengu að fara inn og leita sér skjóls. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eldflaugarnar vera skýr skilaboð til forsetanna. „Rússar vilja meira stríð, ekki frið,“ skrifaði hann á Twitter. Putin builds confidence by launching the largest missile attack on Kyiv in weeks, exactly amid the visit of African leaders to our capital. Russian missiles are a message to Africa: Russia wants more war, not peace.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 16, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Sendinefndin er skipuð forsetum frá Suður-Afríku, Senegal, Sambíu, Kómoreyjum og Egyptalandi. Þeir vilja bæði reyna að miðla mála milli Úkraínumanna og Rússa og reyna að tryggja að sendingar korns frá Úkraínu verði haldið áfram og reyna að kaupa áburð frá Rússlandi. Ferð forsetanna byrjaði í Bucha, þar sem rússneskir hermenn myrtu fjölmarga óbreytta borgara í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á meðan þeir voru þar var eldflaugunum skotið á Kænugarð. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex Kinzhal eldflaugar, sem eiga að vera ofurhljóðfráar, sex stýriflaugar og tvo dróna. [PHOTOS]: African Heads of State and Government earlier visited the City of Bucha in Ukraine and participated in a commemoration ceremony at a civilian mass burial site where hundreds of people were killed at the start of the conflict.#AfricanPeaceMission pic.twitter.com/resvqUDN3b— Presidency | South Africa (@PresidencyZA) June 16, 2023 Reuters hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að engar fregnir hafi borist af mannfalli eða alvarlegum skemmdum en lögreglan segir einhverja hafa særst og þá mögulega vegna fallandi braks. Blaðamaður Reuters sá bílalest forsetanna er henni var ekið inn í Kænugarð og var stoppað við hótel, þar sem forsetarnir fengu að fara inn og leita sér skjóls. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eldflaugarnar vera skýr skilaboð til forsetanna. „Rússar vilja meira stríð, ekki frið,“ skrifaði hann á Twitter. Putin builds confidence by launching the largest missile attack on Kyiv in weeks, exactly amid the visit of African leaders to our capital. Russian missiles are a message to Africa: Russia wants more war, not peace.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 16, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29