Einkadóttirin, fram til þessa, Ísabella Birta hefur sópað að sér verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur í samkvæmisdansi en Tinna felur dótturinni að tilkynna um væntanlega fjölgun í fjölskyldunni með færslu sinni á Instagram.
„Elsku fallega Ísabella mín er að verða stóra systir.“
Tinna hefur vakið verðskuldaða athylgi fyrir metnaðarfullt starf sitt sem dansmóðir samhliða því að vera fagurkeri og lífsstílskona. Hér fyrir neðan má til að mynda sjá umfjöllun Vísis um tveggja ára afmæli dótturinnar fyrir nokkrum árum.