Handbolti

Það fyrsta sem Gísli Þorgeir sagði: „Vinnið þetta fyrir mig“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson varð fyrir meiðslum í undanúrslitaleiknum. 
Gísli Þorgeir Kristjánsson varð fyrir meiðslum í undanúrslitaleiknum.  Vísir/Getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína hjá Magdeburg vinsamlega um að vinna leik liðsins á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla eftir að ljóst varð að hann gæti ekki haldið áfram í þessum mikilvæga leik vegna meiðsla á öxl. 

Fram kemur á twitter-síðu Meistaradeildarinnar að skilaboðin í fyrstu orðum Gísla Þorgeirs eftir að hann varð fyrir meiðslunum hafi verið einföld og skýr: „Vinnið þetta fyrir mig“

Liðsfélagar Gísla Þorgeirs hlýddu honum en þeir komust áfram í úrslitaleikinn eftir maraþonleik og mikla spennu og dramatík í vítakastkeppni. 

Magdeburg mun mæta pólska liðinu Kielce í úrslitaleiknum í Lanxess Arena í Köln í dag en Kielce vann PSG í hinum undanúrslitaleiknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×