Jöfn - Tæknilega séð Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2023 09:01 Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tækni Gervigreind Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun