Jón kvaddur á Bessastöðum: „Hann er litríkur“ Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 11:29 Jón Gunnarsson lætur af störfum með bros á vör. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi, allavega í bili, fyrir skömmu. Félagar hans í ríkisstjórn sögðu flestir að söknuður verði af honum. Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19