„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 11:18 Guðrún Hafsteinsdóttir er tekin við völdum. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. Guðrún tók undir orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að landið væri komið að þolmörkum þegar kemur að móttöku innflytjenda og flóttafólks. Jón Gunnarsson hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokkinum. „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins,“ sagði Guðrún þegar hún ræddi við fréttamenn á tröppum Bessastaða eftir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Lengi beðið eftir lyklaskiptunum „Ég finn fyrir mjög góðum stuðningi víðsvegar að úr samfélaginu og líka meðal minna flokksfélaga og það er gott og það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi, sérstaklega á meðal minna stuðningsmanna, og það er líka gott og jákvætt. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég finn,“ sagði Guðrún. Fyrstu skref Guðrúnar verða lyklaskipti í dómsmálaráðuneytinu klukkan 13. „Síðan mun ég setjast niður með ráðuneytisstjóra og starfsmönnum ráðuneytisins í beinu framhaldi og fara yfir málin og hvað er þar efst á baugi og brýnast.“ Guðrún sagði útlendingamálin brýnust og nefndi einnig lögreglulög og áfengislög. Samfélagið þróist og lögin þurfi að gera það með. Til dæmis sé engin löggjöf um netsölu með áfengi, sem sé þó þegar hafin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Guðrún tók undir orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að landið væri komið að þolmörkum þegar kemur að móttöku innflytjenda og flóttafólks. Jón Gunnarsson hafi fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokkinum. „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins,“ sagði Guðrún þegar hún ræddi við fréttamenn á tröppum Bessastaða eftir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Lengi beðið eftir lyklaskiptunum „Ég finn fyrir mjög góðum stuðningi víðsvegar að úr samfélaginu og líka meðal minna flokksfélaga og það er gott og það hefur verið beðið eftir þessum degi lengi, sérstaklega á meðal minna stuðningsmanna, og það er líka gott og jákvætt. Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég finn,“ sagði Guðrún. Fyrstu skref Guðrúnar verða lyklaskipti í dómsmálaráðuneytinu klukkan 13. „Síðan mun ég setjast niður með ráðuneytisstjóra og starfsmönnum ráðuneytisins í beinu framhaldi og fara yfir málin og hvað er þar efst á baugi og brýnast.“ Guðrún sagði útlendingamálin brýnust og nefndi einnig lögreglulög og áfengislög. Samfélagið þróist og lögin þurfi að gera það með. Til dæmis sé engin löggjöf um netsölu með áfengi, sem sé þó þegar hafin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19