Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 11:37 Skip Watson er nefnt í höfuðið á athafnamanninum John Paul Jones Dejoria, sem stofnaði meðal annars hárvörulínuna Paul Mitchell og er ötull stuðningsmaður skipstjórans. Facebook/Captain Paul Watson Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. John Paul Dejoria er skip á vegum Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, og er á leið hingað til lands til að freista þess að trufla og jafnvel stöðva hvalveiðar Hvals hf., sem hefjast á miðvikudag. Fréttastofa hefur fylgst með ferðum skipsins á Marine Traffic og samfélagsmiðlum en það er ekki lengur sjáanlegt á skipaumferðarsíðunni. Landhelgisgæslan segir fylgst með ferðum skipsins en segir það ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu. „Þegar skipið kemur inn í lögsöguna verður áfram fylgst með ferðum þess, líkt og fylgst er með ferðum annarra skipa sem sigla innan íslensku efnahagslögsögunnar,“ segir í svari Gæslunnar. Watson berst nú gegn hvalveiðum í gegnum Paul Watson Foundation og hefur áhöfn John Paul Dejoria verið kynnt til leiks á heimasíðunni Captain Paul Watson síðustu daga. Þar eru færslur taggaðar #johnpauldejoria, #NeptunesNavy og #oppaiakan. Ljóst er af síðunni að vel er fylgst með þróun mála hérlendis en þar er meðal annars greint frá stöðu leyfismála Hvals hf. og undirbúningi veiðanna. Þá má sjá á nýjustu færslunni að um borð er sérstakt teymi sem á að miðla efni frá aðgerðum, þeirra á meðal sérhæfður drónaflugmaður. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40 Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
John Paul Dejoria er skip á vegum Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, og er á leið hingað til lands til að freista þess að trufla og jafnvel stöðva hvalveiðar Hvals hf., sem hefjast á miðvikudag. Fréttastofa hefur fylgst með ferðum skipsins á Marine Traffic og samfélagsmiðlum en það er ekki lengur sjáanlegt á skipaumferðarsíðunni. Landhelgisgæslan segir fylgst með ferðum skipsins en segir það ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu. „Þegar skipið kemur inn í lögsöguna verður áfram fylgst með ferðum þess, líkt og fylgst er með ferðum annarra skipa sem sigla innan íslensku efnahagslögsögunnar,“ segir í svari Gæslunnar. Watson berst nú gegn hvalveiðum í gegnum Paul Watson Foundation og hefur áhöfn John Paul Dejoria verið kynnt til leiks á heimasíðunni Captain Paul Watson síðustu daga. Þar eru færslur taggaðar #johnpauldejoria, #NeptunesNavy og #oppaiakan. Ljóst er af síðunni að vel er fylgst með þróun mála hérlendis en þar er meðal annars greint frá stöðu leyfismála Hvals hf. og undirbúningi veiðanna. Þá má sjá á nýjustu færslunni að um borð er sérstakt teymi sem á að miðla efni frá aðgerðum, þeirra á meðal sérhæfður drónaflugmaður.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40 Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40
Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06