Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 11:37 Skip Watson er nefnt í höfuðið á athafnamanninum John Paul Jones Dejoria, sem stofnaði meðal annars hárvörulínuna Paul Mitchell og er ötull stuðningsmaður skipstjórans. Facebook/Captain Paul Watson Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. John Paul Dejoria er skip á vegum Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, og er á leið hingað til lands til að freista þess að trufla og jafnvel stöðva hvalveiðar Hvals hf., sem hefjast á miðvikudag. Fréttastofa hefur fylgst með ferðum skipsins á Marine Traffic og samfélagsmiðlum en það er ekki lengur sjáanlegt á skipaumferðarsíðunni. Landhelgisgæslan segir fylgst með ferðum skipsins en segir það ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu. „Þegar skipið kemur inn í lögsöguna verður áfram fylgst með ferðum þess, líkt og fylgst er með ferðum annarra skipa sem sigla innan íslensku efnahagslögsögunnar,“ segir í svari Gæslunnar. Watson berst nú gegn hvalveiðum í gegnum Paul Watson Foundation og hefur áhöfn John Paul Dejoria verið kynnt til leiks á heimasíðunni Captain Paul Watson síðustu daga. Þar eru færslur taggaðar #johnpauldejoria, #NeptunesNavy og #oppaiakan. Ljóst er af síðunni að vel er fylgst með þróun mála hérlendis en þar er meðal annars greint frá stöðu leyfismála Hvals hf. og undirbúningi veiðanna. Þá má sjá á nýjustu færslunni að um borð er sérstakt teymi sem á að miðla efni frá aðgerðum, þeirra á meðal sérhæfður drónaflugmaður. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40 Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
John Paul Dejoria er skip á vegum Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, og er á leið hingað til lands til að freista þess að trufla og jafnvel stöðva hvalveiðar Hvals hf., sem hefjast á miðvikudag. Fréttastofa hefur fylgst með ferðum skipsins á Marine Traffic og samfélagsmiðlum en það er ekki lengur sjáanlegt á skipaumferðarsíðunni. Landhelgisgæslan segir fylgst með ferðum skipsins en segir það ekki komið inn í íslenska efnahagslögsögu. „Þegar skipið kemur inn í lögsöguna verður áfram fylgst með ferðum þess, líkt og fylgst er með ferðum annarra skipa sem sigla innan íslensku efnahagslögsögunnar,“ segir í svari Gæslunnar. Watson berst nú gegn hvalveiðum í gegnum Paul Watson Foundation og hefur áhöfn John Paul Dejoria verið kynnt til leiks á heimasíðunni Captain Paul Watson síðustu daga. Þar eru færslur taggaðar #johnpauldejoria, #NeptunesNavy og #oppaiakan. Ljóst er af síðunni að vel er fylgst með þróun mála hérlendis en þar er meðal annars greint frá stöðu leyfismála Hvals hf. og undirbúningi veiðanna. Þá má sjá á nýjustu færslunni að um borð er sérstakt teymi sem á að miðla efni frá aðgerðum, þeirra á meðal sérhæfður drónaflugmaður.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40 Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. 18. apríl 2023 10:40
Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. 19. maí 2023 12:06