Litla Rússland #2 Sigurjón Þórðarson skrifar 21. júní 2023 08:01 Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem eru að sölsa undir sig auðlindir landsins og draga til sín bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Makríllinn og Pútín Hvernig í ósköpunum gat ákvörðun sem tekin var á grundvelli fiskverndar árið 2010 leitt af sér að þeir sem fengu í aðalrétt úthlutað tugum milljarða króna veiðirétti endurgjaldslaust fái til viðbótar eftirrétt upp á um 2 milljarða króna í formi skaðabóta frá íslenskum skattgreiðendum? Svona rugl gæti ekki einu sinni gerst í Rússlandi Pútíns. Það er ekki úr vegi að rifja það upp, að Makríllinn gerðist bjargvættur þjóðarinnar eftir efnahagshrunið 2008 og flæddi inn í landhelgina í stríðum straumi. Í fyrstu veiddist hann aðeins sem meðafli á síldveiðum hjá uppsjávarflotanum djúpt austur af landinu. Hann var nær alfarið veiddur til bræðslu og þar réð mestu hjá stórútgerðinni, að veiða sem mest magn óháð verðmætasköpun, til að áskotnast veiðireynslu ef til kvótasetningar kæmi. Magnveiði var sett í algeran forgang frekar en vinnsla og verðmætasköpun. Til þess annars vegar að sporna gegn sóun verðmæta og stuðla að veiðum til manneldis og hins vegar að tryggja veiðar smærri báta á grunnslóðinni sem makríllinn var farinn að gera sig heimakominn á, var sett reglugerð af þáverandi sjávarútvegsráðherra. Reglugerðin tryggði skipum sem stunduðu línu-, handfæra- og vinnsluskipum litla sneið af þeim heildarafla sem íslensk skip máttu veiða af makríl ár hvert. Reglugerðin var mikill þyrnir í augum LÍÚ forvera SFS og ákváðu útgerðir að fara í mál við ríkið á lagatæknilegum forsendum, en afar ósanngjörnum grundvelli. Útgerðirnar töpuðu málinu í héraðsdómi, en niðurstöðu málsins var snúið við í Hæstarétti. Árni Kolbeinsson, fyrrum hæstaréttardómari, var kallaður aftur til starfa í þessu tiltekna máli, þrátt fyrir vanhæfi. Nægir þar að nefna að sonur hans hafði verið framkvæmdastjóri LÍÚ og SFS, auk þess sem hann hafði verið ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar og tekið þar þátt í að móta regluverkið. Hvers vegna tapaði ríkið málinu, þar sem augljóslega var verið að dæma gegn hagsmunum þjóðarinnar á grundvelli lagatæknilegra þátta? Svarið við þeirri spurningu snýr ekki einungis að vali á dómurum, heldur ekki síður með því að skoða hverjir voru sjávarútvegsráðherrar á meðan á málaferlunum stóð. Má þar nefna m.a. merkismennina þá Kristján Þór Júlíusson og Sigurð Inga Jóhannsson. Svari nú hver fyrir sig hvort þessir menn séu þekktir fyrir það á sínum stjórnmálaferli að setja heildarhagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum stórútgerðarinnar. „Lærdómur“ ríkisstjórnar Katrínar Allir sem vildu gátu fylgst með stórundarlegri leiksýningu í Hæstarétti og Alþingis, sem var eitthvað á þá leið að vegna lagatæknilegra mistaka við úthlutun Makrílskvótans árið 2010, þá væri afar brýnt að mati Kristjáns Þórs sjávarútvegsráðherra að setja makrílinn inn í gjafakvótakerfið – hvernig er hægt að bjóða uppa á svona farsa? Engu að síður var það gert með hraði á Alþingi vorið 2019. Áður hafði makrílnum verið úthlutað til eins árs í senn á grundvelli reglugerðar. Með því að setja makrílinn inn í braskkerfið á þessum tímapunkti, þá myndaðist reikningsgrundvöllur sem nýttur var til að rökstyðja miklu hærri skaðabótagreiðslur af hálfu ríkisins en ella. Ekki þarf að koma á óvart að núverandi matvælaráðherra, sem virðist vera haldin einhvers konar kvótaæði, hafi stutt málið á sínum tíma. Það kom ekki heldur til greina hjá ráðandi stjórnmálaöflum að leigja út veiðiheimildir til hæstbjóðandi og ekki mátti heyra á það minnst að setja lítinn hluta í útleigu til stórútgerðarinnar. Þó ekki væri til annars en að eiga eitthvað upp í milljarða króna skaðabótakröfur. Þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnmálaelítunni. Íslenskir skattgreiðendur skulu borga skaðabætur fyrir vanhæfni ráðamanna. Ef veislutertan fer ekki óskert á silfurfat auðmanna þá skal almenningur borga! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem eru að sölsa undir sig auðlindir landsins og draga til sín bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Makríllinn og Pútín Hvernig í ósköpunum gat ákvörðun sem tekin var á grundvelli fiskverndar árið 2010 leitt af sér að þeir sem fengu í aðalrétt úthlutað tugum milljarða króna veiðirétti endurgjaldslaust fái til viðbótar eftirrétt upp á um 2 milljarða króna í formi skaðabóta frá íslenskum skattgreiðendum? Svona rugl gæti ekki einu sinni gerst í Rússlandi Pútíns. Það er ekki úr vegi að rifja það upp, að Makríllinn gerðist bjargvættur þjóðarinnar eftir efnahagshrunið 2008 og flæddi inn í landhelgina í stríðum straumi. Í fyrstu veiddist hann aðeins sem meðafli á síldveiðum hjá uppsjávarflotanum djúpt austur af landinu. Hann var nær alfarið veiddur til bræðslu og þar réð mestu hjá stórútgerðinni, að veiða sem mest magn óháð verðmætasköpun, til að áskotnast veiðireynslu ef til kvótasetningar kæmi. Magnveiði var sett í algeran forgang frekar en vinnsla og verðmætasköpun. Til þess annars vegar að sporna gegn sóun verðmæta og stuðla að veiðum til manneldis og hins vegar að tryggja veiðar smærri báta á grunnslóðinni sem makríllinn var farinn að gera sig heimakominn á, var sett reglugerð af þáverandi sjávarútvegsráðherra. Reglugerðin tryggði skipum sem stunduðu línu-, handfæra- og vinnsluskipum litla sneið af þeim heildarafla sem íslensk skip máttu veiða af makríl ár hvert. Reglugerðin var mikill þyrnir í augum LÍÚ forvera SFS og ákváðu útgerðir að fara í mál við ríkið á lagatæknilegum forsendum, en afar ósanngjörnum grundvelli. Útgerðirnar töpuðu málinu í héraðsdómi, en niðurstöðu málsins var snúið við í Hæstarétti. Árni Kolbeinsson, fyrrum hæstaréttardómari, var kallaður aftur til starfa í þessu tiltekna máli, þrátt fyrir vanhæfi. Nægir þar að nefna að sonur hans hafði verið framkvæmdastjóri LÍÚ og SFS, auk þess sem hann hafði verið ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar og tekið þar þátt í að móta regluverkið. Hvers vegna tapaði ríkið málinu, þar sem augljóslega var verið að dæma gegn hagsmunum þjóðarinnar á grundvelli lagatæknilegra þátta? Svarið við þeirri spurningu snýr ekki einungis að vali á dómurum, heldur ekki síður með því að skoða hverjir voru sjávarútvegsráðherrar á meðan á málaferlunum stóð. Má þar nefna m.a. merkismennina þá Kristján Þór Júlíusson og Sigurð Inga Jóhannsson. Svari nú hver fyrir sig hvort þessir menn séu þekktir fyrir það á sínum stjórnmálaferli að setja heildarhagsmuni þjóðarinnar framar sérhagsmunum stórútgerðarinnar. „Lærdómur“ ríkisstjórnar Katrínar Allir sem vildu gátu fylgst með stórundarlegri leiksýningu í Hæstarétti og Alþingis, sem var eitthvað á þá leið að vegna lagatæknilegra mistaka við úthlutun Makrílskvótans árið 2010, þá væri afar brýnt að mati Kristjáns Þórs sjávarútvegsráðherra að setja makrílinn inn í gjafakvótakerfið – hvernig er hægt að bjóða uppa á svona farsa? Engu að síður var það gert með hraði á Alþingi vorið 2019. Áður hafði makrílnum verið úthlutað til eins árs í senn á grundvelli reglugerðar. Með því að setja makrílinn inn í braskkerfið á þessum tímapunkti, þá myndaðist reikningsgrundvöllur sem nýttur var til að rökstyðja miklu hærri skaðabótagreiðslur af hálfu ríkisins en ella. Ekki þarf að koma á óvart að núverandi matvælaráðherra, sem virðist vera haldin einhvers konar kvótaæði, hafi stutt málið á sínum tíma. Það kom ekki heldur til greina hjá ráðandi stjórnmálaöflum að leigja út veiðiheimildir til hæstbjóðandi og ekki mátti heyra á það minnst að setja lítinn hluta í útleigu til stórútgerðarinnar. Þó ekki væri til annars en að eiga eitthvað upp í milljarða króna skaðabótakröfur. Þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnmálaelítunni. Íslenskir skattgreiðendur skulu borga skaðabætur fyrir vanhæfni ráðamanna. Ef veislutertan fer ekki óskert á silfurfat auðmanna þá skal almenningur borga! Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun