Sólarsælan á Egilsstöðum: „Sumir reyna að koma hingað í fjarvinnu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2023 11:15 Aðalheiður er framkvæmdastjóri Vök. sigurjón ólason Eitthvað er um að fólk alls staðar að af landinu óski eftir því að fá að vinna tímabundið í fjarvinnu á Egilsstöðum vegna sólarinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Vök baths sem fagnar því að aldrei hafa fleiri sótt baðstaðinn en í maí og júní. Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“ Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Vök er ein af perlum Egilsstaða. Staðurinn opnaði fyrir fjórum árum og nýtur mikilla vinsælda, en eftirspurn þangað hefur aldrei verið meiri. „Við erum gríðarlega ánægð með það að við höfum aldrei fengið jafn marga gesti og í byrjun júní þannig það er bara geggjað. Maí var líka heitasti maí mánuður á Austurlandi, þannig við erum heppin með þetta. Við höfum vetur og svo höfum við sól þannig þetta er svona Costa del Egilsstaðir, eins og við segjum stundum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök. Tjaldsvæðin að fyllast Eru þetta aðallega erlendir ferðamenn eða Íslendingar? „Bæði, við sjáum núna síðustu daga sérstaklega að hjólhýsin og tjaldvagnarnir eru að byrja að koma þannig við sjáum að tjaldsvæðin eru að fyllast líka sem er æðislegt og við elskum líka að Íslendingarnir elska að koma til okkar, mér finnst það mjög gaman.“ Fjarvinnan togar Hún segir mikið um að Íslendingar alls staðar að af landinu ferðist með litlum fyrirvara í helgarferð til Egilsstaða, eingöngu út af veðri. „Sumir eru að reyna að koma hingað í fjarvinnu. Til dæmis ein vinkona mín hún sagðist vilja breyta til og koma hingað í fjarvinnu og spurði hvort ég ætti ekki gistipláss, þannig hún ætlar að koma í viku en svo eru margir að koma með fjölskylduna og taka langa helgi. En erlendu ferðamennirnir, þeir koma og taka hringinn.“ Helteknir af vatninu sem Íslendingunum þykir ekkert merkilegt Jarðhitavatnið á svæðinu er vottað drykkjarhæft og fáanlegt á sérstökum tebar sem erlendum ferðamönnum þykir mjög áhugavert. „Fólk fær sér eftir á 75 gráðu heitt vatn sem kemur beint frá Urriðavatni. Þeim finnst þetta mjög áhugavert en Íslendingunum finnst ekkert varið í þetta.“
Múlaþing Sólin Veður Tengdar fréttir Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Mikið betra en á Tene Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. 15. júní 2023 21:07
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu