Veðurbarinn hjólreiðamaður ekki viss um að hægt sé að mæla með Íslandsferð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2023 20:17 Stéphane Urquizar frá Frakklandi hefur aldeilis fengið að kynnast íslensku veðurfari. Vísir Frakki sem hjólaði hringinn í kringum Ísland er ekki viss um að hann geti mælt með ferðalagi til landsins vegna veðurs. Hringferðin tók hann mánuð og var hann uppgefinn á köflum í baráttu við íslenska vindinn. Í fréttaferð okkar á Egilsstöðum hittum við fyrir tilviljun Frakkann Stephane sem hafði þann dag nýlokið hringferð sinni um landið á hjóli. Ferðina fékk hann í fimmtugsafmælisgjöf en hann hafði lengi dreymt um að ferðast til Íslands og hjóla hringinn í kringum landið. Túrinn hófst á Seyðisfirði þar sem hann hjólaði suður og endaði fjórum vikum síðar á Egilsstöðum. Mánuðurinn á hjólinu var að hans sögn skrautlegur en svona lýsir hann upplifuninni: „Það var athyglisvert en það var galið,“ segir hjólreiðamaðurinn Stéphane Urquizar. Íslenskt veðurfar henti illa fyrir hjólreiðar af þessu tagi. „Það er of mikið rok, of mikil rigning. Ekki nóg sól.“ Ekta íslenskt, en hann segir veðurskilyrði á Suðurlandi sérstaklega slæm. Stephane gisti í tjaldi hér og þar um landið. Ferðin hafi tekið á og á köflum hafi hann verið uppgefinn í baráttu við vindinn. Þá er hann ekki viss um að hann geti mælt með landinu, þó það sé afspyrnu fallegt. Myndir þú mæla með því? „Íslandi? Ég er ekki viss um það núna. Kannski eftir nokkrar vikur. Kannski. En í alvöru, Ísland er dásamlegt land, fallegt landslag, ég elska það en veðrið er svo erfitt. Það er erfitt að segja hvort það sé góð eða ekki góð hugmynd að koma hingað. Ég er ekki viss.“ Og næst á dagskrá er að flýja rokið, á hjólinu. „Ég ætla að fara aftur heim á hjólinu. Þrjár vikur í viðbót.“ Fjölmargir hafa tekið ljósmyndir af Stéphane hjóla um landið síðustu vikur og óskar hann nú eftir að fá slíkt myndefni sent til sín á Instagram. Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Í fréttaferð okkar á Egilsstöðum hittum við fyrir tilviljun Frakkann Stephane sem hafði þann dag nýlokið hringferð sinni um landið á hjóli. Ferðina fékk hann í fimmtugsafmælisgjöf en hann hafði lengi dreymt um að ferðast til Íslands og hjóla hringinn í kringum landið. Túrinn hófst á Seyðisfirði þar sem hann hjólaði suður og endaði fjórum vikum síðar á Egilsstöðum. Mánuðurinn á hjólinu var að hans sögn skrautlegur en svona lýsir hann upplifuninni: „Það var athyglisvert en það var galið,“ segir hjólreiðamaðurinn Stéphane Urquizar. Íslenskt veðurfar henti illa fyrir hjólreiðar af þessu tagi. „Það er of mikið rok, of mikil rigning. Ekki nóg sól.“ Ekta íslenskt, en hann segir veðurskilyrði á Suðurlandi sérstaklega slæm. Stephane gisti í tjaldi hér og þar um landið. Ferðin hafi tekið á og á köflum hafi hann verið uppgefinn í baráttu við vindinn. Þá er hann ekki viss um að hann geti mælt með landinu, þó það sé afspyrnu fallegt. Myndir þú mæla með því? „Íslandi? Ég er ekki viss um það núna. Kannski eftir nokkrar vikur. Kannski. En í alvöru, Ísland er dásamlegt land, fallegt landslag, ég elska það en veðrið er svo erfitt. Það er erfitt að segja hvort það sé góð eða ekki góð hugmynd að koma hingað. Ég er ekki viss.“ Og næst á dagskrá er að flýja rokið, á hjólinu. „Ég ætla að fara aftur heim á hjólinu. Þrjár vikur í viðbót.“ Fjölmargir hafa tekið ljósmyndir af Stéphane hjóla um landið síðustu vikur og óskar hann nú eftir að fá slíkt myndefni sent til sín á Instagram.
Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira