Lék á EM í fyrra en spriklar nú í strákabolta fyrir vestan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2023 07:31 Elín Metta Jensen er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Vísir/Vilhelm Knattspyrnukonan fyrrverandi, Elín Metta Jensen, var hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar. Hún lagði hins vegar skóna á hilluna í október á síðasta ári aðeins 27 ára gömul, en hefur þó ekki alveg sagt skilið við fótboltann. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira