Erfitt að ná völdum meðan enginn snýst gegn Pútín Vésteinn Örn Pétursson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 24. júní 2023 15:21 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, segir á brattann að sækja fyrir málaliða Wagner. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta öðruvísi svo á en að um valdaránstilraun sé að ræða af hálfu Wagner liða í Rússlandi. Hafa verði í huga að enginn hátt settur samstarfsmaður Pútín hafi enn sem komið er snúist gegn honum og því verði erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum. „Hvort þetta mun leiða til borgarastyrjaldar og valdaskipta eða hvort að sókn málaliðanna einfaldlega fjari út á næstu klukkustundum eða dögum, er mjög erfitt að segja til um,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Eins og fram hefur komið greindi Yevgeny Prigozhin, leiðtogi hópsins, frá því í gær að Rússar hefðu gert árás á herstöð hópsins í suðurhluta Rússlands, þar sem fjöldi málaliða hafi týnt lífi. Prigozhin hét því að gera út af við yfirmenn hersins og aðra sem stæðu í vegi fyrir honum. Eftir ávarp Prigozhin héldu málaliðar Wagner til Rostov borgar í suðurhluta Rússlands, og tóku yfir stjórn borgarinnar. Vladimír Pútin, forseti Rússlands hefur sagt málaliðunum að leggja niður vopn. Þá hét hann því að draga þá sem að henni kæmu til ábyrgðar. Eftir ávarp Pútíns sögðu forsvarsmenn Wagner að forsetinn hefði tekið ranga ákvörðun og að brátt myndu Rússar eignast nýjan forseta. Enginn hátt settur samstarfsmaður Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, hefur enn sem komið er snúist gegn forsetanum. „Á meðan svo er þá verður mjög erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum í Rússlandi,“ segir Baldur. Farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjunum „En ef þeir ná að sækja áfram fram og taka yfir fleiri herstöðvar og borgir, þá náttúrulega horfir einfaldlega fram á borgarastyrjöld í Rússlandi og hvert hún mun leiða er náttúrulega ómögulegt að segja til um. Það er líka athyglisvert að þetta er farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjum Rússlands, sérstaklega Hvíta-Rússlandi en einnig öðrum ríkjum, þannig það er mikill titringur á öllu svæðinu.“ Hann segir nokkuð ljóst að staða innrásar Rússa í Úkraínu sé umtalsvert breytt. Uppreisn Wagner hópsins hafi veikt stöðu Pútíns verulega heima fyrir. „Hvernig sem þetta endar er staða Rússlands og Pútín veikari og staða Úkraínu sterkari. Ég myndi jafnvel gera ráð fyrir því, en það fer eftir því hvernig þróunin verður á næstu klukkutímum og dögum, að þetta muni auðvelda framsókn úkraínska hersins í landinu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
„Hvort þetta mun leiða til borgarastyrjaldar og valdaskipta eða hvort að sókn málaliðanna einfaldlega fjari út á næstu klukkustundum eða dögum, er mjög erfitt að segja til um,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Eins og fram hefur komið greindi Yevgeny Prigozhin, leiðtogi hópsins, frá því í gær að Rússar hefðu gert árás á herstöð hópsins í suðurhluta Rússlands, þar sem fjöldi málaliða hafi týnt lífi. Prigozhin hét því að gera út af við yfirmenn hersins og aðra sem stæðu í vegi fyrir honum. Eftir ávarp Prigozhin héldu málaliðar Wagner til Rostov borgar í suðurhluta Rússlands, og tóku yfir stjórn borgarinnar. Vladimír Pútin, forseti Rússlands hefur sagt málaliðunum að leggja niður vopn. Þá hét hann því að draga þá sem að henni kæmu til ábyrgðar. Eftir ávarp Pútíns sögðu forsvarsmenn Wagner að forsetinn hefði tekið ranga ákvörðun og að brátt myndu Rússar eignast nýjan forseta. Enginn hátt settur samstarfsmaður Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, hefur enn sem komið er snúist gegn forsetanum. „Á meðan svo er þá verður mjög erfitt fyrir Wagner liða að koma á valdaskiptum í Rússlandi,“ segir Baldur. Farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjunum „En ef þeir ná að sækja áfram fram og taka yfir fleiri herstöðvar og borgir, þá náttúrulega horfir einfaldlega fram á borgarastyrjöld í Rússlandi og hvert hún mun leiða er náttúrulega ómögulegt að segja til um. Það er líka athyglisvert að þetta er farið að valda verulegum óróleika í nágrannaríkjum Rússlands, sérstaklega Hvíta-Rússlandi en einnig öðrum ríkjum, þannig það er mikill titringur á öllu svæðinu.“ Hann segir nokkuð ljóst að staða innrásar Rússa í Úkraínu sé umtalsvert breytt. Uppreisn Wagner hópsins hafi veikt stöðu Pútíns verulega heima fyrir. „Hvernig sem þetta endar er staða Rússlands og Pútín veikari og staða Úkraínu sterkari. Ég myndi jafnvel gera ráð fyrir því, en það fer eftir því hvernig þróunin verður á næstu klukkutímum og dögum, að þetta muni auðvelda framsókn úkraínska hersins í landinu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira