Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 12:03 „Ég gef lítið fyrir þau orð bankastjórans að þau séu að draga lærdóm af þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. Líkt og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur Íslandsbanka verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málavextir eru enn nokkuð á huldu en bankinn þáði boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu með sátt. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra gagnrýnir harðlega að sátt hafi enn ekki verið birt. „Tilkynningin frá bankanum birtist á fimmtudagskvöldið og nú er kominn sunnudagur. Enn hefur skýrslan ekki birst og ég skora á stjórnendur bankans að birta skýrsluna í dag,“ segir Lilja. Framkoma stjórnenda bankans einkennist af virðingarleysi Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur sagt að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Lilja gefur ekki mikið fyrir þessi viðbrögð. „Nú er það svo að núverandi bankastjóri Íslandsbanka var lykilmanneskja í íslensku bankakerfi fyrir hrun. Ég gef lítið fyrir þau orð bankastjórans að þau séu að draga lærdóm af þessu. Íslenskur almenningur á enn stóran hlut í bankanum og mér finnst framkoma stjórnenda bankans í garð eigandans einkennast af virðingarleysi.“ Lilja segir bankann þurfa að byggja upp traust aftur. „Ég tel mjög mikilvægt til að hægt sé að gera það þurfi öll gögn að liggja á borðinu svo að við áttum okkur á því hvers vegna Íslandsbanki sem er, og ég ítreka, enn að stórum hluta enn í eigu almennings að greiða stærstu fésekt Íslandssögunnar.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur gefið út að hann muni ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Lilja gerir ráð fyrir því að hann sé að bíða eftir sáttinni. „En eins og ég segi, til að byggja upp traust þá þurfum við að hafa þessi gögn, og ég geri stóra athugasemd við það að þegar Íslandsbanki verður uppvís að slíkum brotum að þeir sjái ekki sóma sinn í því að birta skýrsluna strax. Og þess vegna er ég að tjá mig um málið.“ Uppfært 12:25. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóra Íslandsbanka, vildi árétta í kjölfar fréttarinnar að Íslandsbanki birti ekki skýrsluna heldur Fjármálaeftirlitið. Stjórn bankans hefur gefið það út að þau munu ekki tjá sig frekar um niðurstöður sáttarinnar fyrr en hún hefur verið gerð opinber. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23. júní 2023 15:39 „Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. 23. júní 2023 22:41 Sektin „töluvert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið. 23. júní 2023 12:19 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur Íslandsbanka verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna í sekt vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málavextir eru enn nokkuð á huldu en bankinn þáði boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu með sátt. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra gagnrýnir harðlega að sátt hafi enn ekki verið birt. „Tilkynningin frá bankanum birtist á fimmtudagskvöldið og nú er kominn sunnudagur. Enn hefur skýrslan ekki birst og ég skora á stjórnendur bankans að birta skýrsluna í dag,“ segir Lilja. Framkoma stjórnenda bankans einkennist af virðingarleysi Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur sagt að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Lilja gefur ekki mikið fyrir þessi viðbrögð. „Nú er það svo að núverandi bankastjóri Íslandsbanka var lykilmanneskja í íslensku bankakerfi fyrir hrun. Ég gef lítið fyrir þau orð bankastjórans að þau séu að draga lærdóm af þessu. Íslenskur almenningur á enn stóran hlut í bankanum og mér finnst framkoma stjórnenda bankans í garð eigandans einkennast af virðingarleysi.“ Lilja segir bankann þurfa að byggja upp traust aftur. „Ég tel mjög mikilvægt til að hægt sé að gera það þurfi öll gögn að liggja á borðinu svo að við áttum okkur á því hvers vegna Íslandsbanki sem er, og ég ítreka, enn að stórum hluta enn í eigu almennings að greiða stærstu fésekt Íslandssögunnar.“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur gefið út að hann muni ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Lilja gerir ráð fyrir því að hann sé að bíða eftir sáttinni. „En eins og ég segi, til að byggja upp traust þá þurfum við að hafa þessi gögn, og ég geri stóra athugasemd við það að þegar Íslandsbanki verður uppvís að slíkum brotum að þeir sjái ekki sóma sinn í því að birta skýrsluna strax. Og þess vegna er ég að tjá mig um málið.“ Uppfært 12:25. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóra Íslandsbanka, vildi árétta í kjölfar fréttarinnar að Íslandsbanki birti ekki skýrsluna heldur Fjármálaeftirlitið. Stjórn bankans hefur gefið það út að þau munu ekki tjá sig frekar um niðurstöður sáttarinnar fyrr en hún hefur verið gerð opinber.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23. júní 2023 15:39 „Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. 23. júní 2023 22:41 Sektin „töluvert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið. 23. júní 2023 12:19 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23. júní 2023 15:39
„Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. 23. júní 2023 22:41
Sektin „töluvert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið. 23. júní 2023 12:19
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25