Bayern með tilboð í Kane Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 10:49 Harry Kane er svo sannarlega eftirsóttur enda einn besti framherji heims. Getty/Joe Prior Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa lagt fram tilboð í Harry Kane, framherja Tottenham, og eru með þennan mikla markaskorara ofarlega á forgangslista yfir þá leikmenn sem félagið vill helst klófesta í sumar. Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Sjá meira
Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Sjá meira