Í tilefni aðalfundar Atvinnufjelagsins Sigmar Vilhjálmsson skrifar 27. júní 2023 14:30 Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Starfssemi og rekstur Atvinnufjelagsins hefur frá upphafi byggst á sjálfboðavinnu stjórnarmanna. Félagið er í uppbyggingu og allir sem koma að starfi félagsins gera sér grein fyrir því að um er að ræða langhlaup til þess að breyta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Verkefnið er risavaxið og kostnaðarsamt. Öll félagsgjöld félagsins liggja nánast óhögguð á reikningi félagsins, að undanskyldum grunnkostnaði við endurskoðun, lögfræðiþjónustu og bókhaldskerfis. Ætlunin er að safna upp fé í sjóðum félagsins til þess að geta einn daginn ráðið starfsmann og starfsmenn til að sinna hagsmunagæslu og fræðslustarfi félagsmanna. Enda ljóst að þeir sem að félaginu koma eru sjálfir atvinnurekendur og hafa fullt fang af viðfangsefnum í sínum eigin rekstri. Óeigingjörn vinna þeirra hefur því verið unnin utan vinnutíma eða hreinlega rýmt til í dagskránni til að sinna hagsmunamálum félagsmanna. Öll gerum við okkur grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til lengdar og með slíku fyrirkomulagi vinnast sigrarnir hægt. Til þess að taka næstu skref í félaginu þá þarf að safna fleiri félagsmönnum og tryggja það að þeir sem hafa skráð sig í félagið hafi þolinmæði fyrir vexti félagsins og greiði iðgjöld samviskusamlega. Það er því mjög mikilvægt fyrir félagsmenn að hafa úthald og þolinmæði fyrir vexti félagsins, enda eru málefni félagsins gríðarlega mikilvæg fyrir öll lítil og meðalstór fyrirtæki hér á landi. Síðustu mánuðir og ár hafa sýnt okkur, svo ekki verður um villst, að þörfin á því að stjórnvöld sýni litlum og meðalstórum fyrirtækjum hér á landi meiri skilning er gríðarlega mikil. Gjaldskrár hins opinbera og skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi liggja hlutfallslega þyngra á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ekkert sem réttlætir slíkt ójafnvægi. Kjaramál hafa sjaldan verið í meiri ólestri þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki hafa ekki haft svo mikið sem eina rödd. Samt eru lítil og meðalstór fyrirtæki yfir 90% allra fyrirtækja á Íslandi. Það má því segja að nánast allt atvinnulífið sé fast á milli deilna stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa launahækkanir opinberra starfsmanna sjaldan verið meiri og bara það að opinberir starfsmenn séu með hærri meðallaun en almennur vinnumarkaður sýnir á hversu miklum villigötum launa- og kjaramál eru hér á landi. Ef lítil og meðalstór fyrirtæki sameinast í einu og sama félaginu, þá er slagkraftur slíks félags það mikill að ekki verður hægt horft framhjá því. Allir atvinnurekendur og ráðamenn sem kynna sér baráttumál Atvinnufjélagsins eru sammála um að þetta sé réttlætismál. Hér eru ekki á ferðinni sérhagsmunir heldur almennir hagsmunir og leiðrétting á kerfi sem hefur misst algjörlega taktinn við atvinnulífið í landinu. Það er því gríðarlega mikilvægt að allir atvinnurekendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sameinist og styrki stoðir Atvinnufjelagsins með skráningu og félagsgjöldum. Því fyrr sem félagið verður stórt, því fyrr næst árangur sem skiptir máli. Vil ég hvetja alla atvinnurekendur til þess að mæta á aðalfund Atvinnufjelagsins, miðvikudaginn 28. Júní kl. 16.30 á Grand Hótel. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar