Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2023 22:03 Að öllu óbreyttu mun sýslumaðurinn á Suðurnesjum ráðast í útburð á heimili Jakubs á föstudaginn. vísir/egill Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. Frá máli hins 23 ára gamla Jakub Polkowski var greint í kvöldfréttum RÚV. Segir þar að Jakub hafi staðgreitt lítið einbýlishús árið 2018, þá nýorðinn átján ára, við Hátún í Keflavík fyrir bætur sem hann hlaut vegna alvarlegra læknamistaka þegar hann var aðeins þrettán ára. Húsið er í dag verðmetið á 57 milljónir sem orðnar eru að engu eftir nauðungaruppboð sýslumannsins á Suðurnesjum. Ráðist var í nauðungaruppboð á húsinu vegna alvarlegra vanskila. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir orðnar tvær og hálf milljón þegar innheimta var framkvæmd. Jakub kveðst ekki hafa vitað af því að greiða þyrfti fasteignagjöldin þar sem hann hafi staðgreitt húsið á sínum tíma. „Ég bara vissi ekki að maður þyrfti að borga af húsinu þegar maður er búinn að kaupa hús,“ útskýrir hann í samtali við RÚV. Svo fór að húsið var selt til útgerðarmanns á Suðurnesjum, þess eina sem bauð á nauðungaruppboði, fyrir þrjár milljónir. Jakub vissi ekki af uppboðinu og var ekki viðstaddur, eða nokkur fyrir hans hönd. Útburði var frestað til næsta föstudags en Jakub og fjölskylda vita ekki hvað tekur við þá. „Þú veist, hvert eigum við að fara á föstudaginn?“ spyr Jakub sem bjóst við því að búa í húsinu um ókomna tíð. Ekki jafn einfalt og það virðist Þessi vinnubrögð sýslumanns hafa vakið hörð viðbrögð í ljósi þess að Jakub hefur takmarkaða getu til að gæta hagsmuna sinna. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki vita betur en að útburður komi til framkvæmda á föstudaginn næsta. Í 37. grein laga um nauðungasölu segir að sýslumaður geti endurtekið uppboð telji hann að boðin sem komi til álita séu „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Eins og áður segir fékkst einn tuttugasti af eign Jakubs við uppboðið og því gagnrýnt að ekki hafi verið ráðist í uppboð að nýju. Ásdís segir lagaákvæðið umrædda ekki jafn einfalt og það hljómi. „Ef maður les allt ákvæðið verður að vera rökstuddur grunur um að það komi betra verð fyrir það ef það er haldið nýtt uppboð. Þar er talað sérstaklega um að ófærð hafi hamlað því að fólk hafi komist á staðinn eða eitthvað nýtt, það verða að vera einhverjar sérstakar ástæður til að halda uppboð að nýju.“ Ásdís Ármannsdóttir er sýslumaður á Suðurnesjum.visir Erfitt að meta hverjir geti gætt hagsmuna sinna Hvaða sjónarmið koma þá til skoðunar þegar gerðarþoli virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna? „Það er alltaf spurning hvenær menn eru augljóslega ófærir um að gæta hagsmuna sinna. Getum við ákveðið að einhver í hjólastól geti ekki gætt hagsmuna sinna, til dæmis? Það er erfitt að meta eitthvað svona á staðnum. Fólk fær tilkynningar, fólki er birt tilkynningar og leiðbeiningar um að leita til lögmanns og fá fresti. Það er ýmislegt hægt að gera í svona aðstæðum og við getum ekki skikkað fólk til að fá sér lögmann. En við erum alltaf með leiðbeiningarskyldu og reynum að aðstoða fólk. Það er ekki okkur í hag að fara fram með svona gerðir,“ segir Ásdís. Hún segir ekkert sérstakt vera í lögum sem skyldi sýslumann til að ganga úr skugga um að gerðarþoli átti sig á aðstæðum eða alvarleika máls. „Ef einstaklingur getur keypt fasteign og hefur skilning til að kaupa hana og eiga, þá höfum við bara þessa almennu leiðbeiningaskyldu. Þá reynum við meta aðstæður og fá fólk til að skilja hvað sé í gangi og hvetja það til að gera eitthvað í sínum málum,“ segir Ásdís. Atviksbundið mat sé því á hversu langt sýslumaður eigi að ganga í leiðbeiningarskyldu hverju sinni. Sáu ekkert annað í stöðunni „Þetta er ferli sem getur tekið upp undir ár,“ segir hún og bætir við að skrýtið sé að gerðarþoli viti ekki af nauðungaruppboði. Honum sé ávallt birt greiðsluáskorun, bæði frá gerðarbeiðanda og sýslumanni, áður en nauðungarsala er tekin fyrir þrisvar sinnum. „Það er því alltaf spurning hvort það hafi eitthvað upp á sig að fara í fjórðu söluna.“ Hún segir að í ákveðnum tilfellum sé haft samband við réttindagæslumann fatlaðra. „En við förum ekki á staðinn fyrr en á lokasölu. Fyrr fáum við ekki að vita hvernig aðstæður eru og gerum ráð fyrir að fólk bregðist við venjulegum bréfum.“ Var þá ekki hægt að gera neitt annað í stöðunni? „Við sáum ekkert annað sem hægt var að gera. Við reynum að fylgja lögunum. Við mátum það þannig að mikið þyrfti til að koma, til að fara í fjórða uppboð.“ Allir frestir Jakubs eru nú liðnir og fyrir liggur dómsúrskurður sem sýslumaður mun að óbreyttu fylgja eftir í lok vikunnar. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Frá máli hins 23 ára gamla Jakub Polkowski var greint í kvöldfréttum RÚV. Segir þar að Jakub hafi staðgreitt lítið einbýlishús árið 2018, þá nýorðinn átján ára, við Hátún í Keflavík fyrir bætur sem hann hlaut vegna alvarlegra læknamistaka þegar hann var aðeins þrettán ára. Húsið er í dag verðmetið á 57 milljónir sem orðnar eru að engu eftir nauðungaruppboð sýslumannsins á Suðurnesjum. Ráðist var í nauðungaruppboð á húsinu vegna alvarlegra vanskila. Jakub borgaði ekki fasteignagjöld, vatnsgjöld eða tryggingar af eigninni og voru heildarskuldir orðnar tvær og hálf milljón þegar innheimta var framkvæmd. Jakub kveðst ekki hafa vitað af því að greiða þyrfti fasteignagjöldin þar sem hann hafi staðgreitt húsið á sínum tíma. „Ég bara vissi ekki að maður þyrfti að borga af húsinu þegar maður er búinn að kaupa hús,“ útskýrir hann í samtali við RÚV. Svo fór að húsið var selt til útgerðarmanns á Suðurnesjum, þess eina sem bauð á nauðungaruppboði, fyrir þrjár milljónir. Jakub vissi ekki af uppboðinu og var ekki viðstaddur, eða nokkur fyrir hans hönd. Útburði var frestað til næsta föstudags en Jakub og fjölskylda vita ekki hvað tekur við þá. „Þú veist, hvert eigum við að fara á föstudaginn?“ spyr Jakub sem bjóst við því að búa í húsinu um ókomna tíð. Ekki jafn einfalt og það virðist Þessi vinnubrögð sýslumanns hafa vakið hörð viðbrögð í ljósi þess að Jakub hefur takmarkaða getu til að gæta hagsmuna sinna. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki vita betur en að útburður komi til framkvæmda á föstudaginn næsta. Í 37. grein laga um nauðungasölu segir að sýslumaður geti endurtekið uppboð telji hann að boðin sem komi til álita séu „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar.“ Eins og áður segir fékkst einn tuttugasti af eign Jakubs við uppboðið og því gagnrýnt að ekki hafi verið ráðist í uppboð að nýju. Ásdís segir lagaákvæðið umrædda ekki jafn einfalt og það hljómi. „Ef maður les allt ákvæðið verður að vera rökstuddur grunur um að það komi betra verð fyrir það ef það er haldið nýtt uppboð. Þar er talað sérstaklega um að ófærð hafi hamlað því að fólk hafi komist á staðinn eða eitthvað nýtt, það verða að vera einhverjar sérstakar ástæður til að halda uppboð að nýju.“ Ásdís Ármannsdóttir er sýslumaður á Suðurnesjum.visir Erfitt að meta hverjir geti gætt hagsmuna sinna Hvaða sjónarmið koma þá til skoðunar þegar gerðarþoli virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna? „Það er alltaf spurning hvenær menn eru augljóslega ófærir um að gæta hagsmuna sinna. Getum við ákveðið að einhver í hjólastól geti ekki gætt hagsmuna sinna, til dæmis? Það er erfitt að meta eitthvað svona á staðnum. Fólk fær tilkynningar, fólki er birt tilkynningar og leiðbeiningar um að leita til lögmanns og fá fresti. Það er ýmislegt hægt að gera í svona aðstæðum og við getum ekki skikkað fólk til að fá sér lögmann. En við erum alltaf með leiðbeiningarskyldu og reynum að aðstoða fólk. Það er ekki okkur í hag að fara fram með svona gerðir,“ segir Ásdís. Hún segir ekkert sérstakt vera í lögum sem skyldi sýslumann til að ganga úr skugga um að gerðarþoli átti sig á aðstæðum eða alvarleika máls. „Ef einstaklingur getur keypt fasteign og hefur skilning til að kaupa hana og eiga, þá höfum við bara þessa almennu leiðbeiningaskyldu. Þá reynum við meta aðstæður og fá fólk til að skilja hvað sé í gangi og hvetja það til að gera eitthvað í sínum málum,“ segir Ásdís. Atviksbundið mat sé því á hversu langt sýslumaður eigi að ganga í leiðbeiningarskyldu hverju sinni. Sáu ekkert annað í stöðunni „Þetta er ferli sem getur tekið upp undir ár,“ segir hún og bætir við að skrýtið sé að gerðarþoli viti ekki af nauðungaruppboði. Honum sé ávallt birt greiðsluáskorun, bæði frá gerðarbeiðanda og sýslumanni, áður en nauðungarsala er tekin fyrir þrisvar sinnum. „Það er því alltaf spurning hvort það hafi eitthvað upp á sig að fara í fjórðu söluna.“ Hún segir að í ákveðnum tilfellum sé haft samband við réttindagæslumann fatlaðra. „En við förum ekki á staðinn fyrr en á lokasölu. Fyrr fáum við ekki að vita hvernig aðstæður eru og gerum ráð fyrir að fólk bregðist við venjulegum bréfum.“ Var þá ekki hægt að gera neitt annað í stöðunni? „Við sáum ekkert annað sem hægt var að gera. Við reynum að fylgja lögunum. Við mátum það þannig að mikið þyrfti til að koma, til að fara í fjórða uppboð.“ Allir frestir Jakubs eru nú liðnir og fyrir liggur dómsúrskurður sem sýslumaður mun að óbreyttu fylgja eftir í lok vikunnar.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira