Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 21:27 Húsið er nú gjörónýtt. vísir/vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. „Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Þetta er rosalega sorglegt. Ég held að ég sé búin að eiga þetta hús í 24 ár. Ég missti bara þarna mína aleigu. Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir. Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsins á sjötta tímanum í kvöld og lagði mikinn reyk frá húsinu. Haft var eftir varðstjóra fyrr í kvöld að sprenging hafi orðið inni í íbúðinni. Svona leit húsið út fljótlega eftir að slökkvistarf hófst.vísir/vilhelm Slökkvistarf var í góðum farvegi á tíunda tímanum í kvöld, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu og unnið að því að rífa þakið af húsinu með kranabíl til að slökkva betur eldinn. Hann segir að eitthvað verði unnið áfram fram á kvöld en byrjað sé að draga úr mannskap á svæðinu. Fréttastofa RÚV hefur eftir slökkviliðinu að sprengingin hafi líklega orðið út frá einhvers konar hleðslubatteríi en Bernódus Sveinsson, vakthafandi varðstjóri vildi ekki staðfesta það í samtali við Vísi. Þá liggur fyrir að fólk hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en því tekist að forða sér. Mikið tilfinningalegt tjón Steinunn veit lítið um framhaldið en eldsupptök eru nú til rannsóknar. „Ég veit bara að húsið er ónýtt. Það er bara verið að rífa það því þeir náðu ekki að slökkva eldinn þar sem þetta er timburhús.“ Um sé að ræða gamalt timburhús sem flutt hafi verið af Hverfisgötu á sjötta áratug síðustu aldar og síðar byggt við. Íbúar í Fossvoginum sem fréttastofa ræddi við segja hafa borið á mikilli óreglu hjá íbúum hússins um nokkurt skeið. „Ég veit að þetta er fólk sem var stundum í neyslu og stundum ekki, ég veit ekki hvernig staðan var hjá þeim akkúrat núna,“ segir Steinunn. Hún bindur vonir við að brunatrygging hennar bæti tjónið að mestu leyti en annað sé að segja um tilfinningalegt tjón hennar og fjölskyldunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. 27. júní 2023 18:30