Sex tímar á dag gjaldfrjálsir í leikskólum Kópavogs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. júní 2023 08:23 Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla í sveitarfélaginu, sem fela meðal annars í sér að sex tímar á dag verða gjaldfrjálsir. Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þá verða leikskólagjöldin tekjutengd, heimgreiðslur til foreldra teknar upp og sveigjanleiki dvalartíma aukinn, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Áfram verður greitt fyrir fæði og þá munu dvalargjöld umfram sex tíma fara stigvaxandi með auknum dvalartíma. Tekinn verður upp tekjutengdur afsláttur. Opnunartími leikskólanna verður óbreyttur frá hálf átta til hálf fimm en skipulagt starf einkum fara fram frá níu til þrjú. Í tilkynningunni segir að um tímamótabreytingar sé að ræða en tillögur starfshópsins hafi verið unnar í víðtæku samráði við helstu hagsmunaaðila. Þær endurspegli sameiginlega sýn þeirra sem tóku þátt í stefnumótuninni. Starfsemi leikskólanna verður takmörkuð milli jóla og nýárs, dymbilviku og í vetrarleyfum en tveir til fimm leikskólar hafðir opnir til að koma til móts við foreldra og starfsfólk starfandi þar sem þekkir börnin. Þá stendur til að koma á leikskóladeild fyrir 5 ára börn inann grunnskóla Kópavogs með það að markmiði að fjölga leikskólarýmum og styrkja samstarf og samfellu milli leik- og grunnskóla. „Breytingarnar eru í senn róttækar og spennandi. Með þeim erum við að auka sveigjanleika í leikskólakerfinu og efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti, enda er Kópavogur barnvænt sveitarfélag. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og það er mjög mikilvægt að hlúa vel að því, bæði með hag barna sem og starfsfólks að leiðarljósi,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri Kópavogs.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira