Gasklefar á Íslandi Rósa Líf Darradóttir skrifar 28. júní 2023 09:31 Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr. Á Íslandi er þetta algengasta aðferðin við slátrun svína. Um 90% af þeim svínum sem slátrað er á Íslandi enda líf sitt í hræðilegum gasklefanum. Niðurstaða Evrópsku matvælaöryggisstofnunnar liggur fyrir, notkun gasklefa við slátrun svína er alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Geldingar og halaklippingar Þegar halaklippingar bera á góma hæla svínabændur sér gjarnan af því að andstyggilegar geldingar hafi lagst af. Áður voru eistu grísa klippt af án deyfingar við þriggja daga aldur. Það er einkennilegt að svínabændur hrósi sér af þessu en þeir stóðu gegnþeirri þróun á sínum tíma. Það er margra ára baráttu dýraverndunarsinna að þakka að geldingum án deyfinga var hætt árið 2014. Eftir það sóttu svínabændur um undanþágu frá kröfu um deyfingu við geldingar sem blessunarlega var hafnað. Grísum eru gefin verkjalyf um munn áður en hali þeirra er klipptur. Það er fráleitt að halda því fram að hefðbundin verkjalyf slái á þann nístandi sársauka sem fylgir þegar klippt er í gegnum bein. Það er álíka fráleitt að halda því fram að slík lyfjagjöf sé nægileg verkjastilling fyrir geldingu líkt og svínabændur gerðu. Hrollvekjan á bak við beikonið Svín eru kæfð til meðvitundarleysis með gasi fyrir slátrun. Orðin sem notuð eru yfir þetta ferli eru “svæfing” eða “deyfing” sem getur til kynna að ferlið sé friðsælt og sársaukalaust. Okkur er seld hugmyndin sú að allt saman sé þetta mannúðlegt. Usplash/Phoenix Han En ferlið er alger hrollvekja í raun. Hópur svína er rekinn inn í klefa sem er látinn síga niður í pytt. Pytturinn er fylltur koltvíoxíði. Gasið myndar sýru þegar það kemst í snertingu við blautar slímhúðir. Það veldur sviða og sársauka. Dýrin upplifa andþyngsli og köfnunartilfinningu. Það getur tekið allt að 60 sekúndur að kæfa dýrin til meðvitundarleysis. Þessar sekúndur eru fullar af örvæntingarfullum tilraunum til að brjótast út úr þessum hræðilegu aðstæðum. Heltekin vísa þau trýnum sínum upp í gegnum rimlana á klefanum meðvituð um að rétt fyrir ofan er súrefni að finna. Þau berjast um þar til yfir lýkur. Á Íslandi eru tvöhundruð svínum slátrað daglega með þessum hætti. Þetta er hið raunverulega gjald á bak við íslenska beikonið, pepperonið, pulsuna og skinkuna. Veljum og vitum betur Upplýsingum um þetta er markvisst haldið frá neytendum. Sterk hagsmunaöfl miða að því að aftengja kaupandann frá uppruna vörunnar. Nú er tími til að tengja. Svín eru ekkert öðruvísi en við eða hundar og kettir að því leytinu til að þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Svín eru afar greind og geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum ofan í matarkörfuna. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dýraheilbrigði Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr. Á Íslandi er þetta algengasta aðferðin við slátrun svína. Um 90% af þeim svínum sem slátrað er á Íslandi enda líf sitt í hræðilegum gasklefanum. Niðurstaða Evrópsku matvælaöryggisstofnunnar liggur fyrir, notkun gasklefa við slátrun svína er alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Geldingar og halaklippingar Þegar halaklippingar bera á góma hæla svínabændur sér gjarnan af því að andstyggilegar geldingar hafi lagst af. Áður voru eistu grísa klippt af án deyfingar við þriggja daga aldur. Það er einkennilegt að svínabændur hrósi sér af þessu en þeir stóðu gegnþeirri þróun á sínum tíma. Það er margra ára baráttu dýraverndunarsinna að þakka að geldingum án deyfinga var hætt árið 2014. Eftir það sóttu svínabændur um undanþágu frá kröfu um deyfingu við geldingar sem blessunarlega var hafnað. Grísum eru gefin verkjalyf um munn áður en hali þeirra er klipptur. Það er fráleitt að halda því fram að hefðbundin verkjalyf slái á þann nístandi sársauka sem fylgir þegar klippt er í gegnum bein. Það er álíka fráleitt að halda því fram að slík lyfjagjöf sé nægileg verkjastilling fyrir geldingu líkt og svínabændur gerðu. Hrollvekjan á bak við beikonið Svín eru kæfð til meðvitundarleysis með gasi fyrir slátrun. Orðin sem notuð eru yfir þetta ferli eru “svæfing” eða “deyfing” sem getur til kynna að ferlið sé friðsælt og sársaukalaust. Okkur er seld hugmyndin sú að allt saman sé þetta mannúðlegt. Usplash/Phoenix Han En ferlið er alger hrollvekja í raun. Hópur svína er rekinn inn í klefa sem er látinn síga niður í pytt. Pytturinn er fylltur koltvíoxíði. Gasið myndar sýru þegar það kemst í snertingu við blautar slímhúðir. Það veldur sviða og sársauka. Dýrin upplifa andþyngsli og köfnunartilfinningu. Það getur tekið allt að 60 sekúndur að kæfa dýrin til meðvitundarleysis. Þessar sekúndur eru fullar af örvæntingarfullum tilraunum til að brjótast út úr þessum hræðilegu aðstæðum. Heltekin vísa þau trýnum sínum upp í gegnum rimlana á klefanum meðvituð um að rétt fyrir ofan er súrefni að finna. Þau berjast um þar til yfir lýkur. Á Íslandi eru tvöhundruð svínum slátrað daglega með þessum hætti. Þetta er hið raunverulega gjald á bak við íslenska beikonið, pepperonið, pulsuna og skinkuna. Veljum og vitum betur Upplýsingum um þetta er markvisst haldið frá neytendum. Sterk hagsmunaöfl miða að því að aftengja kaupandann frá uppruna vörunnar. Nú er tími til að tengja. Svín eru ekkert öðruvísi en við eða hundar og kettir að því leytinu til að þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Svín eru afar greind og geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum ofan í matarkörfuna. Höfundur er læknir.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun