Hátíðin hefst næstkomandi mánudag og stendur yfir í viku. Ingó mun spila á staðnum Zame föstudagskvöldið 7. júli samkvæmt staðarmiðlinum Eyjafréttir.
Dagskrána má nálgast á Facebook- síðu hátíðarinnar.
Stýrði Brekkusöngnum sjö ár í röð
Blaðamaður heyrði í kynningarfulltrúa Þjóðhátíðarnefndar sem staðfesti að Ingó mun ekki koma fram á Þjóðhátíð í ár.
Sumarið 2021 steig Ingó úr sviðsljósinu eftir að yfir tuttugu konur greindu frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu tónlistarmannsins á samfélagsmiðlinum TikTok. Sögurnar voru nafnlausar og voru birtar af reikningi baráttuhópsins Öfga.
Frásagnirnar leiddu til þess að Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð en hann hafði áður stýrt Brekkusöngnum sjö ár í röð.
Giggar um allt land
Ingó hélt tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði 19. maí síðastliðinn undir heitinu, Ingó Bestu lög allra tíma. Vegna góðra undirtekta mun hann endurtaka leikinn 27. júlí næstkomandi og stíga á svið í tilefni af bæjar- og tónlistarhátiðinni, Hjarta Hafnarfjarðar, og taka svokallaða Þjóðhátíðarupphitun.
Á heimasíðu viðburðarins kemur fram að hann muni spila víða um land í sumar ásamt saxófónleikaranum Bjössa sax og Einari Erni Jónssyni, hljómborðsleikara.