Hlutfallið hélst stöðugt í 26 prósentum frá öðrum ársfjórðungi ársins 2022. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 23 prósent ánægð með störf ríkisstjórnar og nú 18 prósent. Mest var ánægjan á öðrum ársfjórðungi ársins 2021, þá sögðust 46 prósent svarenda ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar.

Mest er ánægjan meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks, 55 prósent þeirra eru ánægðir með störf ríkisstjórnar en 12 prósent óánægðir. 43 prósent kjósenda Framsóknar eru ánægðir með störf ríkisstjórnar og 40 prósent kjósenda Vinstri grænna. 17 prósent kjósenda Framsóknar eru óánægðir með störfin og 21 prósent kjósenda Vinstri grænna. Mest er óánægjan meðal kjósenda Sósíalistaflokksins.

Ánægjan virðist meiri á Austurlandi og Vesturlandi en í öðrum landshlutum. Þá eru fleiri karlar ánægðir með störf ríkisstjórnar en konur.