Shearer býðst til að keyra Kane sjálfur til München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2023 10:00 Alan Shearer hefur starfað mikið í sjónvarpi sem knattspyrnusérfræðingur eftir að skórnir fóru upp á hillu. Getty/Catherine Ivill Alan Shearer hefur skorað mest allra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og hefur átt það met í nokkra áratugi. Nú nálgast hins vegar einn maður metið. Harry Kane er kominn með 213 mörk og er nú 47 mörkum frá metinu sem er 260 mörk. Kane skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð og gæti náð metinu á næstu tveimur tímabilum. Það hefur aftur á móti verið mikið skrifað og skrafað í sumar um að Kane sé á förum frá Tottenham þótt að félagið sjálft komi aftur og aftur fram og segi að hann sé ekki til sölu. Nú síðast var Kane orðaður við þýsku meistarana í Bayern München og sumar fréttir gengu svo langt að enski landsliðsfyrirliðinn væri búinn að semja um kaup eða kjör. Tottenham á að hafa hafnað einu tilboð en Bæjarar ætla ekki að gefast upp. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fari Kane til Bayern þá er ljóst að metið hans Shearer muni lifa eitthvað lengur og jafnvel um ókomna tíð. Shearer grínaðist um það sjálfur að hann vilji endilega horfa á eftir Kane í þýsku deildina og bauðst meira að segja til að keyra hann frá London til München. „Ef Harry Kane vill ganga til liðs við Bayern þá skal ég keyra andskotans bílinn þangað sjálfur. Ég geri allt til þess að verja metið mitt,“ sagði Alan Shearer við The Athletic. Shearer skoraði mörkin sín í 441 leik en Kane hefur spilað 320 leiki. Kane er því með 0,66 mörk í leik á móti 0,59 hjá Shearer. Kane hefur einmitt skorað 47 mörk á síðustu tveimur tímabilum en það er einmitt sá markafjöldi sem honum vantar til að jafna metið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Harry Kane er kominn með 213 mörk og er nú 47 mörkum frá metinu sem er 260 mörk. Kane skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð og gæti náð metinu á næstu tveimur tímabilum. Það hefur aftur á móti verið mikið skrifað og skrafað í sumar um að Kane sé á förum frá Tottenham þótt að félagið sjálft komi aftur og aftur fram og segi að hann sé ekki til sölu. Nú síðast var Kane orðaður við þýsku meistarana í Bayern München og sumar fréttir gengu svo langt að enski landsliðsfyrirliðinn væri búinn að semja um kaup eða kjör. Tottenham á að hafa hafnað einu tilboð en Bæjarar ætla ekki að gefast upp. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fari Kane til Bayern þá er ljóst að metið hans Shearer muni lifa eitthvað lengur og jafnvel um ókomna tíð. Shearer grínaðist um það sjálfur að hann vilji endilega horfa á eftir Kane í þýsku deildina og bauðst meira að segja til að keyra hann frá London til München. „Ef Harry Kane vill ganga til liðs við Bayern þá skal ég keyra andskotans bílinn þangað sjálfur. Ég geri allt til þess að verja metið mitt,“ sagði Alan Shearer við The Athletic. Shearer skoraði mörkin sín í 441 leik en Kane hefur spilað 320 leiki. Kane er því með 0,66 mörk í leik á móti 0,59 hjá Shearer. Kane hefur einmitt skorað 47 mörk á síðustu tveimur tímabilum en það er einmitt sá markafjöldi sem honum vantar til að jafna metið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira