Ábyrgðarlaust Alþingi þar sem hver bendir á annan Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2023 11:02 Gísli Rafn settist á þing 2021 og hann hefur tekið saman punkta þar sem hann lýsir reynslu sinni það sem af er, að sitja á löggjafarþinginu sjálfu. Gísli Rafn hefur komist að því að þingið er ekki skilvirkt og að það einkennist af því að fólk vilji koma sér undan ábyrgð. vísir/vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata ritar athyglisverða grein þar sem hann fer yfir upplifun sína af þingstörfunum og starfsemi Alþingis. Og þar er ekkert endilega fagurt um að litast. Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira
Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira