Mest verðlaunaða umhverfisslysið skaðar samgöngur þjóðar og lífsskilyrði Matthías Arngrímsson skrifar 29. júní 2023 14:01 Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum. Sem fyrrverandi íbúi í hverfinu finn ég til með fyrrverandi nágrönnum mínum sem munu horfa upp á fallega hverfið sitt eyðilagt og lífsgæðin verulega skert. Það er greinilega einhver misskilningur á ferðinni. Borgarstjórn á að vinna FYRIR íbúana, en ekki GEGN þeim. Það væri fróðlegt að skoða listann yfir þá aðila sem eiga að fá lóðir og byggja á svæðinu, því það er verið að vinna fyrir þá, en ekki borgarbúa eða landsmenn, svipað og gert var á Hlíðarendasvæðinu. Hvers vegna fengu „óhagnaðardrifin“ byggingarfélög og stúdentar ekki bensínstöðvarreitina, t.d. við Birkimel eða Ægisíðu? Deiliskipulag í eigin tómi Borgarstjóri og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs tönnlast á hversu mörg verðlaun þetta deiliskipulag hefur fengið. Eru verðlaunin aðeins veitt fyrir hluta deiliskipulagsins innan teikningar? Maður hefði haldið að það þyrfti líka að hafa góð áhrif á umhverfi sitt út fyrir teikningarnar, sem það gerir alls ekki samanber eyðileggingu náttúru fjörunnar og griðlands fugla. Það þyrfti að hafa góð áhrif á aðliggjandi byggð sem það gerir alls ekki miðað við áhyggjur og mótmæli íbúa Skerjafjarðar og nærliggjandi hverfa. Það þyrfti að hafa góð áhrif á sambýlið við flugvöllinn, sem það gerir alls ekki þar sem veruleg hætta er á að samgöngur þjóðarinnar við höfuðborgina skerðist verulega og komi m.a. í veg fyrir sjúkraflug. Það þyrfti líka að hafa góð áhrif á borgina almennt, sem það gerir alls ekki vegna fyrirhugaðra framkvæmda með flutningi á 13.000 vörubílsförmum af olíumenguðum jarðvegi gegnum borgina auk þess sem ef af byggingu alls svæðisins verður, munu umferðarteppur og tafir í lífi borgarbúa margfaldast. Svo væri fróðlegt að vita hvort íbúar Reykjavíkur eiga að borga þennan flutning með útsvari sínu eða hvort framkvæmdaaðilar muni borga, sem er eðlilegra og sjálfsagt. Hverjum dettur í hug að veita svona umhverfisslysi sem skaðar samgöngur þjóðar verðlaun? Náttúrufræðistofnun hefur skoðað að friða eigi fjöruna í Skerjafirði. Sífellt fleiri eru að komast á þá skoðun. „Vér mótmælum allir“ Það er með ólíkindum að ætla að keyra áfram deiliskipulag eftir öll þau mótmæli sem fjölmargir aðilar hafa lagt fram; íbúasamtök, náttúruverndarsamtök, fuglafræðingar, Skerfirðingar, flugrekstraraðilar, Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna, sérfræðingar í samgöngumálum borga, viðbragðsaðilar, Seltirningar, landsbyggðarfólk sem vill komast til borgarinnar, bæjarstjórar vegna takmörkunar á aðgengi að heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, læknar, sjúkraflugmenn, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fleiri. Heyrnarleysi og blinda ráða í þessu máli eins og fleirum hjá sitjandi borgarstjórnarmeirihluta. Ríkisstjórnin og Alþingi verða að verja samgönguinnviði þjóðarinnar og taka í taumana til að leysa flugvöllinn úr þessu umsátri borgarstjórnarmeirihlutans í eitt skipti fyrir öll því það er greinilegt að undirritað samkomulag um að láta hann í friði í þeirri mynd og nýtingu sem hann er, er svikið blákalt. Borgarstjóri minnir á Covid í flugvallarmálinu. Alltaf þegar maður heldur að maður sé laus við einkennin, þá dúkkar upp nýtt afbrigði. Viljandi litið framhjá alvarlegum staðreyndum Í deiliskipulaginu stendur orðrétt: „2.2. Áhrif á Reykjavíkurflugvöll Deiliskipulag fyrir nýja byggð í Skerjafirði mun ekki skerða starfsemi eða nýtingu Reykjavíkurflugvallar. Byggðin stendur utan við öryggissvæði flugvallarins og mun ekki fara upp fyrir hindrunarflöt flugvallarins." Enn fremur stendur: "Nýtt deiliskipulag og uppbygging mun því ekki raska flugöryggi eða þjónustustigi flugvallarins nema að óverulegu leyti líkt og á við núverandi byggð umhverfis flugvöllinn.“ Seinna stendur: „3.11. Vindgreining ...Niðurstöður sýna að breyting verður á vindafari á flugbrautum í ákveðnum vindáttum en ekki að breytingar verði til hins verra eða að flugbrautir verði ónothæfar.“ Þessi atriði eru öll röng að sjálfsögðu skv. niðurstöðum í skýrslu starfshóps Innviðaráðherra þar sem frekari rannsókna á þessum atriðum er þörf og það kom margoft fram í skýrslunni. Sömuleiðis er mikið rætt um mikilvægi mótvægisaðgerða sem teljast nauðsynlegar. En mótvægisaðgerðir þýða hreina og klára skerðingu á nýtingu vallarins og það samræmist ekki samkomulaginu sem undirritað var 2019 svo það er svikið. Þannig hafa hrein ósannindi verið lögð fram til samþykktar í borgarstjórn. Til dæmis á eftir að gera ítarlegri rannsóknir á áhrif úrkomu á flugbrautir við aðstæður í hliðarvindi, áhrif kviku og ókyrrðar yfir flugbrautum af hæstu húsunum í deiliskipulaginu, myndun ísingar á brautum vegna skuggavarps og fleiri mikilvæg atriði sem hafa bein og neikvæð áhrif á flugöryggi. Deiliskipulagið er þannig að hluta til byggt á röngum forsendum og á því að flugvöllurinn SÉ EKKI ÞARNA. Þetta er merki um þau vinnubrögð sem meirihlutinn stundar. Fölskum forsendum er ítrekað slegið fram sem sannleika og moðreykur villandi upplýsinga verður ráðandi. Landsmenn eiga það skilið að stjórn höfuðborgarinnar sé ábyrg fyrir gjörðum sínum, segi satt og rétt frá og hugsi um hag allra landsmanna í hlutverki sínu sem höfuðborg. Orðið siðblinda kemur oft upp í vangaveltum um þessa skaðlegu pólitík gegn þjóðinni. Réttast af öllu væri að draga þetta deiliskipulag tilbaka, afhenda ríkinu aftur landið undir braut 06 og ljúka þeim nauðsynlegu rannsóknum sem þarf að framkvæma og endurskoða svo málið að þeim loknum. Annað er hreint og klárt fúsk. Virðingarfyllst, Matthías Arngrímsson Höfundur er fyrrverandi Skerfirðingur, flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Matthías Arngrímsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Mest verðlaunaði meirihluti borgarstjórnar frá upphafi fyrir vanhæfni, yfirgang og skelfilega óstjórn fjármála samþykkti á dögunum breytt deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð á fölskum forsendum. Íbúar Skerjafjarðar hafa verið virtir að vettugi og gaslýstir þrátt fyrir mikla baráttu við að fá upplýsingar og svör við fyrirspurnum, áhyggjum og mótmælum. Sem fyrrverandi íbúi í hverfinu finn ég til með fyrrverandi nágrönnum mínum sem munu horfa upp á fallega hverfið sitt eyðilagt og lífsgæðin verulega skert. Það er greinilega einhver misskilningur á ferðinni. Borgarstjórn á að vinna FYRIR íbúana, en ekki GEGN þeim. Það væri fróðlegt að skoða listann yfir þá aðila sem eiga að fá lóðir og byggja á svæðinu, því það er verið að vinna fyrir þá, en ekki borgarbúa eða landsmenn, svipað og gert var á Hlíðarendasvæðinu. Hvers vegna fengu „óhagnaðardrifin“ byggingarfélög og stúdentar ekki bensínstöðvarreitina, t.d. við Birkimel eða Ægisíðu? Deiliskipulag í eigin tómi Borgarstjóri og formaður Umhverfis- og skipulagsráðs tönnlast á hversu mörg verðlaun þetta deiliskipulag hefur fengið. Eru verðlaunin aðeins veitt fyrir hluta deiliskipulagsins innan teikningar? Maður hefði haldið að það þyrfti líka að hafa góð áhrif á umhverfi sitt út fyrir teikningarnar, sem það gerir alls ekki samanber eyðileggingu náttúru fjörunnar og griðlands fugla. Það þyrfti að hafa góð áhrif á aðliggjandi byggð sem það gerir alls ekki miðað við áhyggjur og mótmæli íbúa Skerjafjarðar og nærliggjandi hverfa. Það þyrfti að hafa góð áhrif á sambýlið við flugvöllinn, sem það gerir alls ekki þar sem veruleg hætta er á að samgöngur þjóðarinnar við höfuðborgina skerðist verulega og komi m.a. í veg fyrir sjúkraflug. Það þyrfti líka að hafa góð áhrif á borgina almennt, sem það gerir alls ekki vegna fyrirhugaðra framkvæmda með flutningi á 13.000 vörubílsförmum af olíumenguðum jarðvegi gegnum borgina auk þess sem ef af byggingu alls svæðisins verður, munu umferðarteppur og tafir í lífi borgarbúa margfaldast. Svo væri fróðlegt að vita hvort íbúar Reykjavíkur eiga að borga þennan flutning með útsvari sínu eða hvort framkvæmdaaðilar muni borga, sem er eðlilegra og sjálfsagt. Hverjum dettur í hug að veita svona umhverfisslysi sem skaðar samgöngur þjóðar verðlaun? Náttúrufræðistofnun hefur skoðað að friða eigi fjöruna í Skerjafirði. Sífellt fleiri eru að komast á þá skoðun. „Vér mótmælum allir“ Það er með ólíkindum að ætla að keyra áfram deiliskipulag eftir öll þau mótmæli sem fjölmargir aðilar hafa lagt fram; íbúasamtök, náttúruverndarsamtök, fuglafræðingar, Skerfirðingar, flugrekstraraðilar, Öryggisnefnd félags íslenskra atvinnuflugmanna, sérfræðingar í samgöngumálum borga, viðbragðsaðilar, Seltirningar, landsbyggðarfólk sem vill komast til borgarinnar, bæjarstjórar vegna takmörkunar á aðgengi að heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, læknar, sjúkraflugmenn, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fleiri. Heyrnarleysi og blinda ráða í þessu máli eins og fleirum hjá sitjandi borgarstjórnarmeirihluta. Ríkisstjórnin og Alþingi verða að verja samgönguinnviði þjóðarinnar og taka í taumana til að leysa flugvöllinn úr þessu umsátri borgarstjórnarmeirihlutans í eitt skipti fyrir öll því það er greinilegt að undirritað samkomulag um að láta hann í friði í þeirri mynd og nýtingu sem hann er, er svikið blákalt. Borgarstjóri minnir á Covid í flugvallarmálinu. Alltaf þegar maður heldur að maður sé laus við einkennin, þá dúkkar upp nýtt afbrigði. Viljandi litið framhjá alvarlegum staðreyndum Í deiliskipulaginu stendur orðrétt: „2.2. Áhrif á Reykjavíkurflugvöll Deiliskipulag fyrir nýja byggð í Skerjafirði mun ekki skerða starfsemi eða nýtingu Reykjavíkurflugvallar. Byggðin stendur utan við öryggissvæði flugvallarins og mun ekki fara upp fyrir hindrunarflöt flugvallarins." Enn fremur stendur: "Nýtt deiliskipulag og uppbygging mun því ekki raska flugöryggi eða þjónustustigi flugvallarins nema að óverulegu leyti líkt og á við núverandi byggð umhverfis flugvöllinn.“ Seinna stendur: „3.11. Vindgreining ...Niðurstöður sýna að breyting verður á vindafari á flugbrautum í ákveðnum vindáttum en ekki að breytingar verði til hins verra eða að flugbrautir verði ónothæfar.“ Þessi atriði eru öll röng að sjálfsögðu skv. niðurstöðum í skýrslu starfshóps Innviðaráðherra þar sem frekari rannsókna á þessum atriðum er þörf og það kom margoft fram í skýrslunni. Sömuleiðis er mikið rætt um mikilvægi mótvægisaðgerða sem teljast nauðsynlegar. En mótvægisaðgerðir þýða hreina og klára skerðingu á nýtingu vallarins og það samræmist ekki samkomulaginu sem undirritað var 2019 svo það er svikið. Þannig hafa hrein ósannindi verið lögð fram til samþykktar í borgarstjórn. Til dæmis á eftir að gera ítarlegri rannsóknir á áhrif úrkomu á flugbrautir við aðstæður í hliðarvindi, áhrif kviku og ókyrrðar yfir flugbrautum af hæstu húsunum í deiliskipulaginu, myndun ísingar á brautum vegna skuggavarps og fleiri mikilvæg atriði sem hafa bein og neikvæð áhrif á flugöryggi. Deiliskipulagið er þannig að hluta til byggt á röngum forsendum og á því að flugvöllurinn SÉ EKKI ÞARNA. Þetta er merki um þau vinnubrögð sem meirihlutinn stundar. Fölskum forsendum er ítrekað slegið fram sem sannleika og moðreykur villandi upplýsinga verður ráðandi. Landsmenn eiga það skilið að stjórn höfuðborgarinnar sé ábyrg fyrir gjörðum sínum, segi satt og rétt frá og hugsi um hag allra landsmanna í hlutverki sínu sem höfuðborg. Orðið siðblinda kemur oft upp í vangaveltum um þessa skaðlegu pólitík gegn þjóðinni. Réttast af öllu væri að draga þetta deiliskipulag tilbaka, afhenda ríkinu aftur landið undir braut 06 og ljúka þeim nauðsynlegu rannsóknum sem þarf að framkvæma og endurskoða svo málið að þeim loknum. Annað er hreint og klárt fúsk. Virðingarfyllst, Matthías Arngrímsson Höfundur er fyrrverandi Skerfirðingur, flugstjóri og flugkennari.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun