Atriðin eru nokkuð mörg og ættu pör að geta gefið sér nægan tíma í sumarfríinu til að njóta notalegra samverustunda.
Nýtt leikfang í safnið
Cox mælir með því að kaupa kynlífstækjasett með mismunandi leikföngum, þá er nóg um að velja dag frá degi og fjölbreytnin með. Handjárn, svipa, rassatæki eða titrandi egg.

Bindið hvort annað
Fjöldi leiða er til að stunda bindileiki.
„Finndu gamlar sokkabuxur, láttu makann setjast á stól og bittu hendur eða fætur saman,“ segir Cox. Hún hvetur pör til að prófa þar sem fólk eigi það til að hætta slíkum leikjum með hækkandi aldri.

Draumórar
„Sendu maka þínum skilaboð um draumóra þína eða hugmynd kynþokkafullum athöfnum. Skrifist á í heilan dag og sjáið hvernig hugmyndir ykkar þróast að sameiginlegum draumórum,“ segir Cox.

Endaþarmsmök
Prófið ykkur á fram í endaþarmsleikjum. Leiðbeiningar má finna hér.
Fjórar megin reglur:
1. Farið hægt af stað.
2. Farið varlega.
3. Hættið ef þið finnið fyrir sársauka.
4. Ekki stinga upp á slíkum athöfnum ef makinn hefur nýlega borðað gasmyndandi matvæli.

Bannleikir
„Að banna ákveðna hluti í kynlífi getur verið góð leið til að brjóta upp reglubundnar kynlífsathafnir þar sem pör eiga það til að festast í sama farinu. Þar má nefna engin munnmök eða samfarir í heilan mánuð,“ segir í færlsu Cox.

Heitt og kalt
Leiktu þér með hitabreytingar á mismunandi hátt.
„Klaki eða kertavax á næma líkamsparta getur vakið upp spennu í líkamanum. Þú gætir til dæmis drukkið heitan eða kaldan drykk áður en þú veitir maka þínum munnmök.“

Kynæsandi nudd
Klæddu þig upp í seiðandi undirföt, kveiktu á kertum og settu notalega tónlist á fóninn áður en þú byrjar að nudda maka þinn með olíu. Byrjaðu á baki, öxlum og öðrum hlutlausum líkamspörtum. Færðu þig neðar og nuddaðu rass og kynfærum með unaðslegum strokum. Þú mátt snerta makann en ekki öfugt.

Finndu G-blettinn
Reyndu að fá fullnægingu með því að örva G-blettinn. Erfitt getur fyrir margar konur að fá fullnæginu í gegnum leggöng en aðeins átján prósent kvenna fá fullnægingu á þann veginn.

Kryddaðu kynlífið með mat
„Notaðu hugmyndaflugið og kryddið upp á kynlífið með mat. Settu bráðið súkkulaði, rjóma eða hunangi á líkama maka þíns og sleiktu það af. Ljúffeng og skemmtileg samvera.“
