Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2023 21:48 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Einar Árnason Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna. Boranir í sumar á Þeistareykjum eftir meiri jarðgufu eru sem stendur einu framkvæmdirnar á vegum Landsvirkjunar til meiri orkuöflunar. „Okkur er að miða ágætlega fyrir norðan á Þeistareykjum með tilraunaboranir þar. En það er fyrir norðan. Sú orka kemst ekki suður. Eftirspurnin er hvað mest hérna fyrir sunnan ,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Frá borun á Þeistareykjum.Stöð 2/Skjáskot Sunnan heiða hafði Landsvirkjun aðeins fengið grænt ljós í rammaáætlun á tvo nýja virkjunarkosti. Auk Hvammsvirkjunar var það vindorkulundur við Búrfell. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku kom fram að Skeiða- og Gnúpverjahreppur er búinn að setja Búrfellslund í biðstöðu. Rangárþing ytra hefur gert hið sama. „Það er rétt að sveitarfélögin bara virðast núna öll fara sér hægt í leyfisveitingarferlum, sem er mikið áhyggjuefni,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Í Búrfellslundi neðan Sultartangastíflu er gert ráð fyrir allt að þrjátíu vindmyllum með allt að 120 megavatta afli.Landsvirkjun Í viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps kom fram að þetta væri til að knýja á um að sveitarfélög fengju hærri tekjur af orkumannvirkjum. „Sveitarfélögin hafa náttúrlega lögbundna skyldu að sinna skipulagsvinnu, sem þeim ber að gera. Og það er afar miður að þau virðast vera að blanda saman ágreiningi við ríkið um tekjustofna sveitarfélaga, sem er mjög óheppilegt. Ég bara skora á sveitarfélögin að sinna sinni lögbundnu skyldu.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir tveimur vikum.Landsvirkjun Og forstjórinn varar við því að það geti stefnt í alvarlegan orkuskort. Samfélagið þurfi meiri raforku. „Kerfið er fullnýtt og við erum að horfa á það að það er veruleg aukning framundan vegna orkuskipta og vegna vaxtar í samfélaginu. Þannig að ef ekki verður losað um þessi verkefni mun verða hérna mjög erfið staða 2026-7, sem mun verða mjög erfitt fyrir samfélagið,“ segir Hörður En hvað um aðra virkjanakosti? „Þessir kostir sem við höfum eru þeir sem eru komnir lengst. Það að taka aðra kosti fram, sem eru ekki komnir í gegnum rammaáætlun, er ekki hægt, og þeir standa þá fast annarsstaðar. Þannig að það eru þessir kostir sem verða að fara áfram ef við ætlum að fá orku hérna 2026 til 2028 í kerfið,“ svarar forstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps setja Landsvirkjun stólinn fyrir dyrnar: Orkumál Landsvirkjun Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Orkuskipti Umhverfismál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28. júní 2023 21:30 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta. 25. febrúar 2023 22:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Boranir í sumar á Þeistareykjum eftir meiri jarðgufu eru sem stendur einu framkvæmdirnar á vegum Landsvirkjunar til meiri orkuöflunar. „Okkur er að miða ágætlega fyrir norðan á Þeistareykjum með tilraunaboranir þar. En það er fyrir norðan. Sú orka kemst ekki suður. Eftirspurnin er hvað mest hérna fyrir sunnan ,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Frá borun á Þeistareykjum.Stöð 2/Skjáskot Sunnan heiða hafði Landsvirkjun aðeins fengið grænt ljós í rammaáætlun á tvo nýja virkjunarkosti. Auk Hvammsvirkjunar var það vindorkulundur við Búrfell. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku kom fram að Skeiða- og Gnúpverjahreppur er búinn að setja Búrfellslund í biðstöðu. Rangárþing ytra hefur gert hið sama. „Það er rétt að sveitarfélögin bara virðast núna öll fara sér hægt í leyfisveitingarferlum, sem er mikið áhyggjuefni,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Í Búrfellslundi neðan Sultartangastíflu er gert ráð fyrir allt að þrjátíu vindmyllum með allt að 120 megavatta afli.Landsvirkjun Í viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps kom fram að þetta væri til að knýja á um að sveitarfélög fengju hærri tekjur af orkumannvirkjum. „Sveitarfélögin hafa náttúrlega lögbundna skyldu að sinna skipulagsvinnu, sem þeim ber að gera. Og það er afar miður að þau virðast vera að blanda saman ágreiningi við ríkið um tekjustofna sveitarfélaga, sem er mjög óheppilegt. Ég bara skora á sveitarfélögin að sinna sinni lögbundnu skyldu.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun fyrir tveimur vikum.Landsvirkjun Og forstjórinn varar við því að það geti stefnt í alvarlegan orkuskort. Samfélagið þurfi meiri raforku. „Kerfið er fullnýtt og við erum að horfa á það að það er veruleg aukning framundan vegna orkuskipta og vegna vaxtar í samfélaginu. Þannig að ef ekki verður losað um þessi verkefni mun verða hérna mjög erfið staða 2026-7, sem mun verða mjög erfitt fyrir samfélagið,“ segir Hörður En hvað um aðra virkjanakosti? „Þessir kostir sem við höfum eru þeir sem eru komnir lengst. Það að taka aðra kosti fram, sem eru ekki komnir í gegnum rammaáætlun, er ekki hægt, og þeir standa þá fast annarsstaðar. Þannig að það eru þessir kostir sem verða að fara áfram ef við ætlum að fá orku hérna 2026 til 2028 í kerfið,“ svarar forstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má heyra oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps setja Landsvirkjun stólinn fyrir dyrnar:
Orkumál Landsvirkjun Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Orkuskipti Umhverfismál Skipulag Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28. júní 2023 21:30 Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta. 25. febrúar 2023 22:20 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54
Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar. 28. júní 2023 21:30
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. 15. júní 2023 16:10
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12
Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta. 25. febrúar 2023 22:20