Þrjár NBA stjörnur hafa kallað sjö sinnum eftir vistaskiptum frá 2021 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2023 16:31 Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden ætluðu að mynda ofurlið hjá Brooklyn Nets en spiluðu lítið saman inn á vellinum vegna ýmissa ástæðna. Getty/Jim Davis Vald súperstjarnana í NBA deildinni í körfubolta er mikið og gott dæmi um það er hegðun James Harden, Kyrie Irving og Kevin Durant undanfarin ár Þessir þrír leikmenn eru allir á risasamningum og í hópi bestu leikmanna deildarinnar en þeir hafa jafnframt beðið sjö sinnum um að vera skipt til annars félags á síðustu rúmu tveimur árum. Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden komu saman í Brooklyn Nets til að mynda ofurlið en niðurstaðan af því ævintýri var ekki merkileg enda spiluðu þeir mjög sjaldan saman inn á vellinum. Svo fór að þeir vildu allir komast í burtu. Irving og Durant losnuðu ekki í fyrstu tilraun frá Brooklyn Nets eftir að hafa beðið um vistaskipti í fyrrasumar en þeir fengu síðan að sleppa til Dallas Mavericks og Phoenix Suns í febrúar. Harden hefur einnig verið duglegur að biðja um að vera skipt til annars félags frá því að hann losnaði frá Houston Rockets og komst til Brooklyn Nets. Honum var síðan skipt til Philadelpha 76ers og nú er hann enn einu sinni að biðja um skipti. Kevin Durant virðist vera sáttur hjá Phoenix Suns og er væntanlega ekki á förum þaðan í bráð. Meiri óvissa er í kringum framtíðina hjá þeim Kyrie Irving og James Harden. Irving gæti skrifað undir nýjan langan samning við Dallas Mavericks en nú síðast fréttist af því að hann ætli að funda með Phoenic Suns. Harden er að leita sér að nýju félagi með hjálp 76ers en hann er á samningi hjá Philly á næstu leiktíð þótt að það séu nær engar líkur að hann spili áfram með liðinu. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Þessir þrír leikmenn eru allir á risasamningum og í hópi bestu leikmanna deildarinnar en þeir hafa jafnframt beðið sjö sinnum um að vera skipt til annars félags á síðustu rúmu tveimur árum. Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden komu saman í Brooklyn Nets til að mynda ofurlið en niðurstaðan af því ævintýri var ekki merkileg enda spiluðu þeir mjög sjaldan saman inn á vellinum. Svo fór að þeir vildu allir komast í burtu. Irving og Durant losnuðu ekki í fyrstu tilraun frá Brooklyn Nets eftir að hafa beðið um vistaskipti í fyrrasumar en þeir fengu síðan að sleppa til Dallas Mavericks og Phoenix Suns í febrúar. Harden hefur einnig verið duglegur að biðja um að vera skipt til annars félags frá því að hann losnaði frá Houston Rockets og komst til Brooklyn Nets. Honum var síðan skipt til Philadelpha 76ers og nú er hann enn einu sinni að biðja um skipti. Kevin Durant virðist vera sáttur hjá Phoenix Suns og er væntanlega ekki á förum þaðan í bráð. Meiri óvissa er í kringum framtíðina hjá þeim Kyrie Irving og James Harden. Irving gæti skrifað undir nýjan langan samning við Dallas Mavericks en nú síðast fréttist af því að hann ætli að funda með Phoenic Suns. Harden er að leita sér að nýju félagi með hjálp 76ers en hann er á samningi hjá Philly á næstu leiktíð þótt að það séu nær engar líkur að hann spili áfram með liðinu. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira