„Við höfum ekkert að fela“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júní 2023 13:01 Árni Stefánsson er forstjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan/Vísir/Vilhelm Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela. Í gærkvöldi ræddi Vísir við verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá ASÍ sem sagðist hafa, með hjálp sjálfvirks gagnagrunns verðlags, nappað Húsasmiðjuna við að hækka vörur til þess eins að lækka þær aftur nokkrum dögum síðar og láta þannig afsláttinn virðast meiri. Forstjóri Húsasmiðjunnar vísar því hins vegar til föðurhúsanna. Sumarbæklingur verslunarkeðjunnar hafi komið út 8. júní, þar sem valdar vörur hafi verið á afslætti til 25. júní. Í kjölfarið hafi vörurnar farið á almennt listaverð. Í gær hafi hins vegar hafist sumarútsala, þar sem mun fleiri vörur væru á afslætti, sem væri almennt hærri en í bæklingnum. „Stóra málið í þessu er það að það eru engar verðlistahækkanir sem hafa verið síðustu daga á þessum vörum, og okkur þykir þetta alveg skammarleg framsetning,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ósanngjörn framsetning Það sé ósanngjarnt að setja málið upp á þann hátt að Húsasmiðjan hafi ætlað sér að blekkja neytendur. „Ég ber virðingu fyrir því að menn vilji sýna aðhald og kanna verð, en það fylgir því líka ábyrgð að slá svona hlutum fram. Við höfum ekkert að fela.“ Í framsetningu ASÍ hafi aðeins verið að finna vörur sem voru í sumarbæklingnum, en ekki vörur sem voru á almennu listaverði áður en þær fóru á sumarútsölu. „Það er hægt að setja tölur fram á allan hátt. Það hefði allt eins mátt skrifa sömu frétt og nefna dæmi um að nú væru þúsundir vara komin á mun lægra verð en þær voru fyrir viku. Það er svolítið sérstakt að þarna eru bara pikkaðar út vörur sem voru á tilboði fyrir í ákveðnum bæklingi,“ segir Árni. Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Í gærkvöldi ræddi Vísir við verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá ASÍ sem sagðist hafa, með hjálp sjálfvirks gagnagrunns verðlags, nappað Húsasmiðjuna við að hækka vörur til þess eins að lækka þær aftur nokkrum dögum síðar og láta þannig afsláttinn virðast meiri. Forstjóri Húsasmiðjunnar vísar því hins vegar til föðurhúsanna. Sumarbæklingur verslunarkeðjunnar hafi komið út 8. júní, þar sem valdar vörur hafi verið á afslætti til 25. júní. Í kjölfarið hafi vörurnar farið á almennt listaverð. Í gær hafi hins vegar hafist sumarútsala, þar sem mun fleiri vörur væru á afslætti, sem væri almennt hærri en í bæklingnum. „Stóra málið í þessu er það að það eru engar verðlistahækkanir sem hafa verið síðustu daga á þessum vörum, og okkur þykir þetta alveg skammarleg framsetning,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ósanngjörn framsetning Það sé ósanngjarnt að setja málið upp á þann hátt að Húsasmiðjan hafi ætlað sér að blekkja neytendur. „Ég ber virðingu fyrir því að menn vilji sýna aðhald og kanna verð, en það fylgir því líka ábyrgð að slá svona hlutum fram. Við höfum ekkert að fela.“ Í framsetningu ASÍ hafi aðeins verið að finna vörur sem voru í sumarbæklingnum, en ekki vörur sem voru á almennu listaverði áður en þær fóru á sumarútsölu. „Það er hægt að setja tölur fram á allan hátt. Það hefði allt eins mátt skrifa sömu frétt og nefna dæmi um að nú væru þúsundir vara komin á mun lægra verð en þær voru fyrir viku. Það er svolítið sérstakt að þarna eru bara pikkaðar út vörur sem voru á tilboði fyrir í ákveðnum bæklingi,“ segir Árni.
Verðlag ASÍ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Vörur á mesta afslættinum voru hækkaðar í verði í vikunni Verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ kom sér upp sjálfvirkum gagnagrunni verðlags hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á dögunum. Á innan við viku nappaði hann stórfyrirtæki sem hækkaði verð fjölda vara til þess eins að blása til útsölu þremur dögum seinna. 29. júní 2023 22:08