Barði konu með eldhúsrúllustandi og bar fyrir sig neyðarvörn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júní 2023 13:58 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. visir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn konu sem gisti á heimili hans eftir sambandsslit hennar. Sló maðurinn konuna nokkrum sinnum í bakið með eldhúsrúllustandi en ekki var fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira