Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 16:43 Það eru Írskir dagar á Akranesi um helgina. Vísir/Arnar Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“ Akranes Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“
Akranes Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira