Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea, La Liga á Spáni með Barcelona og FA Cup bikarinn með Arsenal.
Með spænska landsliðinu varð Fabregas heimsmeistari landsliða og Evrópumeistari tvisvar. Alls spilaði hann 110 sinnum fyrir landsliðið á tíu ára tímabili frá árinu 2006.
Eins og margir knattspyrnumenn snýr Fabregas sér að þjálfun eftir ferilinn og tekur við Como í Sería B á Ítalíu. Þar sem hann spilaði síðustu tvö árin á ferlinum.
Hann segist minnast allra stundanna hjá félögum sínum og landsliðinu með hlýhug. Hann segir að hann muni alltaf muna eftir titlunum sem hann vann á ferlinum.
Fabregas gaf út yfirlýsingu á Instagram reikningi sínum ásamt myndbandi sem snertir við flestum fótbolta unnendum. Fáir voru jafn mjúkir með boltann og Fabregas sem skilur eftir sig mikla sögu.
Í heildina spilaði hann 518 leiki í meistaraflokksbolta. Með Arsenal spilaði hann 212 leiki, Barcelona 96, Chelsea 138, Monaco 54 og Como 17.