Innlent

Hval­veiðar, Ís­lands­banka­málið og kyn­hlut­laust mál

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Sprengisandur dagsins hefst á rökræðum Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Orra Páls Jóhannssonar þingflokksformanns Vinstri grænna. SFS hefur í höndum lögfræðiálit sem segir að frestun hvalveiða sé í andstöðu við lög. Orri Páll er aldeilis ekki sammála þeirri niðurstöðu.

Dr. Ásgeir Brynjar Torfason fékk á baukinn þegar hann spáði því að Fjármálaeftirlitið myndi beita Íslandsbanka háum sektum vegna framkvæmdar á sölu hlutabréfum í bankanum. Hann reyndist býsna sannspár.

Þau Lilja Alfreðsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Eyjólfur Ármannsson ætla að rökræða afleiðingar Íslandsbankamálsins, áhrif á stjórnmál og bankastarfsemi, traust og ábyrgðina á því að illa fór.

Í lok þáttar verður svo Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus við HÍ í íslensku. Framtíðar kynleysi íslenskunnar verður viðfangsefnið, dauðhreinsun tungunnar og pólitískur rétttrúnaður því samfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×