Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. júlí 2023 12:27 Finnur Árnason, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir upplýsingar um starfslokasamning Birnu verða birtar eins og lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Vísir/Vilhelm Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Aðfaranótt miðvikudags greindi Íslandsbanki fá því að Birna hefði sagt upp störfum. Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði starfslokasamning hafa verið gerðan við Birnu í samræmi við ráðningarsamning hennar og í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Samningurinn yrði þó ekki birtur fyrr en í uppgjöri bankans. Er það samróma álit meirihluta nefndarmanna fjárlaganefndar að samningurinn verði birtur strax, ekki sé ástæða til að bíða með þær upplýsingar. Finnur sagði í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu í morgun að upplýsingarnar verði birtar eins og lög geri ráð fyrir. Björn Leví Gunnarsson, Pírati og nefndarmaður fjárlaganefndar, segir tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. „Þetta er ekkert sem má vera í myrkrinu. Ef þetta þolir ekki dagsljósið þá er þetta ekki góður starfslokasamningur,“ segir Björn Leví. Ef til standi að birta samninginn þá sé tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. Björn Leví segir málið einkennast af endalausum tilraunum bankans til þess að gera lítið úr því. Nefndin muni beita sér í málinu. „Með því að kalla eftir að bankinn sem að ríkissjóður og landsmenn eru enn stærsti eigandi er af fái að sjá það sem skiptir máli í þessu öllu,“ segir hann og heldur áfram: „Það er verið að velja úr því sem er verið að sýna okkur og það gengur ekki upp“. „Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess að birta starfslokasamning Birnu eftir að þessar kröfur komu fram,“ segir Finnur í samskiptum við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Aðfaranótt miðvikudags greindi Íslandsbanki fá því að Birna hefði sagt upp störfum. Finnur Árnason stjórnarformaður bankans sagði starfslokasamning hafa verið gerðan við Birnu í samræmi við ráðningarsamning hennar og í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Samningurinn yrði þó ekki birtur fyrr en í uppgjöri bankans. Er það samróma álit meirihluta nefndarmanna fjárlaganefndar að samningurinn verði birtur strax, ekki sé ástæða til að bíða með þær upplýsingar. Finnur sagði í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu í morgun að upplýsingarnar verði birtar eins og lög geri ráð fyrir. Björn Leví Gunnarsson, Pírati og nefndarmaður fjárlaganefndar, segir tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. „Þetta er ekkert sem má vera í myrkrinu. Ef þetta þolir ekki dagsljósið þá er þetta ekki góður starfslokasamningur,“ segir Björn Leví. Ef til standi að birta samninginn þá sé tilgangslaust að málinu sé slegið á frest. Björn Leví segir málið einkennast af endalausum tilraunum bankans til þess að gera lítið úr því. Nefndin muni beita sér í málinu. „Með því að kalla eftir að bankinn sem að ríkissjóður og landsmenn eru enn stærsti eigandi er af fái að sjá það sem skiptir máli í þessu öllu,“ segir hann og heldur áfram: „Það er verið að velja úr því sem er verið að sýna okkur og það gengur ekki upp“. „Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess að birta starfslokasamning Birnu eftir að þessar kröfur komu fram,“ segir Finnur í samskiptum við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53 Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00
Nefndarfundurinn verður opinn eftir allt saman Fundur efnahags-og viðskiptanefndar þingsins á morgun verður opinn og hefst klukkan eitt eftir hádegi. Fundað verður um brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. 27. júní 2023 16:53
Bankastjórnendur rúnir trausti og þurfa að axla ábyrgð Stjórnendur Íslandsbanka gengu fram af vanvirðingu fyrir verkefninu sem þeim var treyst fyrir þegar hlutir ríkisins í bankanum voru seldir í fyrra, að sögn forsætisráðherra. Innviðaráðherra segir augljóst að þeir þurfi að axla ábyrgð og að fullkomið vantraust ríki í garð þeirra. 27. júní 2023 09:19