„Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. júlí 2023 16:30 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir mál Önnu Kristínar Jensdóttur ekki einsdæmi. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir mál hreyfihamlaðrar konu sem hefur ítrekað verið hafnað um atvinnutækifæri á grundvelli fötlunar hennar ekki vera einsdæmi. Fordómar ríki í samfélaginu sem þurfi að uppræta. Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira