„Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. júlí 2023 20:03 Allir viðmælendurnir sem Fréttastofa ræddi við voru sammála um að Íslandsbankamálið væri hneykslanlegt og það þyrfti harðari aðgerðir gagnvart þeim sem sekir væru. Vísir/Dúi Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka boðaði í dag til hluthafafundar sem haldinn verður 28. júlí næstkomandi. Þar verður farið yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið og ný stjórn kjörin. Finnur Árnason, stjórnarformaður bankans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til háværra krafna um birtingu á starfslokasamningi Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, fyrr en lög gera ráð fyrir, í uppgjöri bankans. Landsmenn hneykslaðir og krefjast Íslandsbankamálið er afar umdeilt og hefur verið harðlega gagnrýnt. Fréttastofa fór í Kringluna til að heyra hvað fólkið í landinu hefði að segja um málið. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli og það krefðist uppsagna.Vísir/Dúi „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sólrún Jónsdóttir um bankasöluna. Henni fannst jafnframt að bankinn ætti að taka miklu meiri ábyrgð á málinu heldur hann hefði gert. Ásta Björk nokkur sagði málið mjög spillt og hún ætti í raun ekki orð yfir því. Þórir Kristjánsson sagði málið vera hneyksli. „Það sem á að gera er að segja þeim upp sem hafa komið nálægt þessum verknaði sem var framinn,“ sagði Þórir aðspurður út í það hvernig bankinn ætti að bregðast við. „Alls ekki borga þeim starfslokasamning“ Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, hluthafi í Íslandsbanka, sagði rétt að Birna tæki ábyrgð á sölunni en henni fyndist rétt að reka þá sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og það ætti alls ekki að borga þeim starfslokasamninga. Guðrúni Sigríði fannst að það ætti að reka þá sölumenn sem væru sekir í málinu og það ætti alls ekki að greiða þeim starfslokasamninga.Vísir/Dúi „Birna bankastjóri er búinn að vera byggja upp góðan banka og sterkan. Svo eru einhverjir starfsmenn sem fyllast af græðgi sem maður hélt að væri búið að koma í veg fyrir að hægt væri að gera,“ sagði Guðrún Sigríður í samtali við Fréttastofu. „Það var kannski alveg rétt að hún tæki ábyrgðina á þessu. En það sem mér finnst líka af því ég er hluthafi í Íslandsbanka, svo það sé sagt, að þá finnst mér líka að það ætti að reka þessa sölumenn sem gerðust sekir um þessa gjörninga og alls ekki borga þeim starfslokasamning,“ sagði hún jafnframt.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira