Er ADHD greining mikilvæg á fullorðinsárum? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 3. júlí 2023 07:31 Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ert þú að upplifa einkenni ADHD og finnst þér það hafa litað lífið þitt? Hvað er ADHD, í stuttu máli Það er talað um 3 mismunandi gerðir, ADHD með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. ADHD með ofvirkni / hvatvísi sem ráðandi einkenni og ADHD í blönduðu formi þar sem öll 3 höfuðeinkennin, þ.e.a.s. athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, eru álíka áberandi. Það er mismunandi hvaða einkenni eru hamlandi fyrir hvern og einn. ADHD hefur víðtæk áhrif á mörgum sviðum lífsins og til að fá greiningu þurfa einkenni að hafa verið til staðar frá bernsku. Lífsstefna Er þetta bara „óþarfa stimpill”? Það eru þó nokkrir í þeirri stöðu á fullorðinsárum að spá í því hvort þeir eigi að athuga hvort þeir gætu mögulega verið með ADHD. Hafa jafnvel lesið greinar um ADHD, reynslusögur frá fólki sem er að lýsa sínum einkennum og eða sínu lífi með ADHD og eru þá að tengja við ýmislegt. En svo fer fólk að hugsa, hvort það eigi að vera að hafa fyrir því að fara í greininguna, hvort það sé þess virði, finnst það kannski vera “of seint” eða spyr sig hvort það muni breyta einhverju í þeirra lífi að fá greiningu á ADHD? Ég hef heyrt suma segja “þarf nú að vera setja stimpil á allt”? En að mínu mati snýst þetta alls ekki um það að setja stimpil á neinn. Lífsstefna Hvað „græðir” maður á að fá rétta greiningu? Að fá greiningu getur verið leiðarvísir að sjálfsþekkingu, leið til að læra á og skilja betur eigin þarfir sem svo ýtir undir meira sjálfsmildi. Það eykur möguleika fyrir fólk að fá betri skilning frá öðrum. Fyrir þá sem vantar aukinn stuðning getur það líka gefið fleiri möguleika á viðeigandi aðstoð og eykur líkurnar til muna að fólk sæki sér þann stuðning sem það þarfnast. Fólk sem er án greiningar getur verið búið að kljást við neikvæða sjálfsmynd, sjálfsniðurrif og sumir jafnvel átt erfitt með að fóta sig almennilega í lífinu. Það þýðir samt ekki það að hafa ADHD sé einungis með neikvæðar hliðar síður en svo, en málið er samt að einkenni ADHD geta verið verulega hamlandi fyrir marga. Með greiningunni geta fylgt ákveðin verkfæri sem nýtast til sjálfsvinnu þar sem með því að vita hver rót vandans er verður auðveldara að vinna með hann. Þegar fólk veit að hverju það leitar er það líklegra til að finna það, fólk er líklegra til að sækja sér meiri fræðslu um ADHD og þá er hægt að læra bæði hvað geta verið erfiðar hliðar þess, möguleg bjargráð og hvaða styrkleikar eru mögulega beintengdir því að vera með ADHD. Það er svo margt sem getur tengst ADHD sem fólki dettur ekki hug að sé tenging á milli. Það eru líka ákveðnir fylgikvillar sem geta fylgt ADHD sem geta gert hlutina erfiðara fyrir einstaklinga og gerir rétta greiningu því enn mikilvægari. Þekktir fylgikvillar geta sem dæmi verið kvíði, þunglyndi, námsörðugleikar, tourette, mótþróaþrjóskuröskun ofl. Lífsstefna ADHD og kulnun Þegar við tölum um fólk með ADHD sem hefur farið í gegnum lífið án þess að fá rétta greiningu þá verðum við líka að skoða þá staðreynd að þessi hópur er mun líklegri til að vera komin í eða á leiðinni í kulnun. Það segir okkur hvað það að greina vandann og að fá tækifæri til að læra um ADHD og skilja þar af leiðandi eigin líðan, upplifanir og í raun allt lífið sitt betur er gríðarlega mikilvægt. Til að draga aðeins saman það sem ég hef skrifað hér að ofan þá myndi ég svara spurningunni “er ADHD greining á fullorðinsárum mikilvæg”? svona Ég myndi segja að það geti verið gríðarlega mikilvægt að skoða hvort um sé að ræða ADHD ef grunur er um slíkt því það getur verið mikill léttir fyrir fólk að fá rétta greiningu. Það öðlast loksins skilning á svo mörgu, það fær svar við mörgum spurningum sem það hefur spurt sjálft sig að. Margir tala líka um að ákveðið uppgjör við fortíðina eigi sér stað og sumir upplifa sorg yfir að hafa ekki fengið greiningu fyrr. Þetta eru allt eðlilegar tilfinningar og það er hægt að upplifa sorg og létti á sama tíma. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefnu sem er fræðslumiðill.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun