Áframhaldandi landris og engar skyndilegar breytingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. júlí 2023 14:11 Áfram eru merki um jarðhræringar við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Áframhaldandi landris mælist á Reykjanesskaga en nokkuð stöðugt landris hefur sést nálægt Fagradalsfjalli frá því snemma í apríl. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið en engin merki um skyndilegar breytingar. Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta segir náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landrisið komi yfirleitt til vegna kvikuhreyfinga sem valdi þrýstingsbreytingum og í kjölfarið leiði oft til jarðskjálfta. Mbl.is greindi frá því að landris væri hafið á ný á Reykjanesskaga en líkt og fyrr segir hefur það átt sér stað yfir lengri tíma. „Eiginlega frá því í byrjun apríl er búið að vera nokkuð stöðugt landris sem við erum búin að sjá og þá á stöðvunum sem eru næstar Fagradalsfjalli og í Krýsuvík,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur og náttúruvásérfræðingur. Merki um djúpar kvikuhreyfingar Einnig má sjá merki um landsig á svæðinu en nýleg gervitunglagögn sem ná frá goslokum í fyrra fram í maí síðastliðinn sýna ýmis teikn um aflögun. „Við Reykjanestá, Svartsengi og norðurhluta hraunsins erum við að sjá landsig. Þetta við Reykjanestá teljum við vera vegna djúpra kvikuhreyfinga, þar sem djúp kvika er væntanlega að fæða eitthvað grynnra kvikuhólf og svo lítur út fyrir að það sé þensla akkúrat undir Fagradalsfjalli á meira en 15 kílómetra dýpri svo það er eitthvað djúpt í gangi þar,“ segir Hildur. Hið síðastnefnda geti ýmist verið vegna breytinga á jarðskorpunni eftir eldgosið í Fagradalsfjalli eða vísbending um innflæði kviku. Frekar mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið og samkvæmt nýlegum gasmælingum er hraunbreiðan enn að afgasast og mjög heit á sumum stöðum. „Þetta er eitthvað sem við búumst alveg við. Við sjáum þetta ekki sem einhvern einn atburð heldur sem marga atburði. Við erum búin að fá tvö eldgos og Reykjanesið er náttúrulega mjög virkt svæði akkúrat núna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira