Stoltenberg stýrir NATO áfram Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 10:11 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagins. AP/Olivier Matthys Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. Upphaflega átti Stoltenberg að láta af embætti í september en ákveðið var að bíða með breytingar í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Endurnýjunin nú þýðir að hann gegnir starfinu áfram til 1. október 2024. Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagðist upp með sér yfir ákvörðun aðildarríkjanna um að framlengja samning hans sem framkvæmdastjóra í tísti í dag. „Tengsl Evrópu og Norður-Ameríku yfir Atlantshafið hafa tryggt frelsi okkar og öryggi í nærri því 75 ár og í hættulegri heimi er bandalag okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr,“ tísti Stoltenberg. Honoured by #NATO Allies' decision to extend my term as Secretary General until 1 October 2024. The transatlantic bond between Europe & North America has ensured our freedom & security for nearly 75 years, and in a more dangerous world, our Alliance is more important than ever.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) July 4, 2023 AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að tilnefna eftirmann Stoltenberg á leiðtogafundi NATO í Litháen í næstu viku. Aðildarríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver það ætti að vera. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, voru nefnd sem mögulegir arftakar Stoltenberg. Stoltenberg tók við framvæmdastjórastólnum árið 2014. Hann er næstþaulsetnasti framkvæmdastjóri NATO á eftir Joseph Luns, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, sem gegndi starfinu í tæp þrettán ár frá 1971. Fréttin hefur verið uppfærð. NATO Noregur Tengdar fréttir Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Upphaflega átti Stoltenberg að láta af embætti í september en ákveðið var að bíða með breytingar í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Endurnýjunin nú þýðir að hann gegnir starfinu áfram til 1. október 2024. Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagðist upp með sér yfir ákvörðun aðildarríkjanna um að framlengja samning hans sem framkvæmdastjóra í tísti í dag. „Tengsl Evrópu og Norður-Ameríku yfir Atlantshafið hafa tryggt frelsi okkar og öryggi í nærri því 75 ár og í hættulegri heimi er bandalag okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr,“ tísti Stoltenberg. Honoured by #NATO Allies' decision to extend my term as Secretary General until 1 October 2024. The transatlantic bond between Europe & North America has ensured our freedom & security for nearly 75 years, and in a more dangerous world, our Alliance is more important than ever.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) July 4, 2023 AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að tilnefna eftirmann Stoltenberg á leiðtogafundi NATO í Litháen í næstu viku. Aðildarríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver það ætti að vera. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, voru nefnd sem mögulegir arftakar Stoltenberg. Stoltenberg tók við framvæmdastjórastólnum árið 2014. Hann er næstþaulsetnasti framkvæmdastjóri NATO á eftir Joseph Luns, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, sem gegndi starfinu í tæp þrettán ár frá 1971. Fréttin hefur verið uppfærð.
NATO Noregur Tengdar fréttir Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent