Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 10:36 Ferðamenn á leið að sjá eldgosið í Meradölum við Fagradalsfjall 2022. vísir/vilhelm „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. Skjálftahrina hófst fyrir um sólarhring við Fagradalsfjall. Yfir 1700 skjálftar hafa mælst og fimm yfir 4 að stærð, sá stærsti mældist 4,8 að stærð klukkan 8:21 í morgun. „Við erum svo sem undirbúnir fyrir þetta eins og venjulega þannig við erum með allt klárt. Það breytti í raun engri rútínu hjá okkur að þetta hætti. Núna snýr þetta bara að símtölum og fundarhöldum,“ segir Bogi. Hann mikilvægt að björgunarsveitir fari ekki af stað „nema að það sé eitthvað í gangi,“ til að forðast ringulreið. „Við förum bara í okkar eftirlitsstöður, treystum á okkar fólk í þessu. Það vinna allir á sömu blaðsíðu og við bíðum bara eftir frekari upplýsingum.“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns.Vísir/Egill Bogi segir aðal-áhyggjuefnið vera ferðamenn á svæðinu. 200-500 manns hafi verið á svæðinu á dag frá því að eldgosinu í Meradölum lauk. „Það hefur farið upp í 800 og þegar þetta fréttist mun traffíkin aukast eftir því. Svo er fólkið sem ætlar að ná fyrstu myndinni, það er ekkert sem segir okkur hvar þetta kemur.“ Fólk er hvatt til að halda sig frá svæðinu en ekkert liggur fyrir um lokun á svæðinu. „Eins og er, er þetta bara gönguleið,“ segir Bogi sem er sjálfur staddur á N1 mótinu fyrir norðan og hefur því ekki fundið fyrir skjálftum á svæðinu. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir rólegt yfir bænum enda séu bæjarbúar öllu vanir. Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Skjálftahrina hófst fyrir um sólarhring við Fagradalsfjall. Yfir 1700 skjálftar hafa mælst og fimm yfir 4 að stærð, sá stærsti mældist 4,8 að stærð klukkan 8:21 í morgun. „Við erum svo sem undirbúnir fyrir þetta eins og venjulega þannig við erum með allt klárt. Það breytti í raun engri rútínu hjá okkur að þetta hætti. Núna snýr þetta bara að símtölum og fundarhöldum,“ segir Bogi. Hann mikilvægt að björgunarsveitir fari ekki af stað „nema að það sé eitthvað í gangi,“ til að forðast ringulreið. „Við förum bara í okkar eftirlitsstöður, treystum á okkar fólk í þessu. Það vinna allir á sömu blaðsíðu og við bíðum bara eftir frekari upplýsingum.“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns.Vísir/Egill Bogi segir aðal-áhyggjuefnið vera ferðamenn á svæðinu. 200-500 manns hafi verið á svæðinu á dag frá því að eldgosinu í Meradölum lauk. „Það hefur farið upp í 800 og þegar þetta fréttist mun traffíkin aukast eftir því. Svo er fólkið sem ætlar að ná fyrstu myndinni, það er ekkert sem segir okkur hvar þetta kemur.“ Fólk er hvatt til að halda sig frá svæðinu en ekkert liggur fyrir um lokun á svæðinu. „Eins og er, er þetta bara gönguleið,“ segir Bogi sem er sjálfur staddur á N1 mótinu fyrir norðan og hefur því ekki fundið fyrir skjálftum á svæðinu. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir rólegt yfir bænum enda séu bæjarbúar öllu vanir.
Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08