Íbúar vanir skjálftum en þeir séu alltaf jafn óþægilegir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júlí 2023 11:47 Formaður bæjarstjórnar fylgist vel með gangi mála. Vísir Það er erfitt að venjast sífelldum jarðskjálftum segir formaður Bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Nú sé góður tímapunktur fyrir íbúa að fara yfir öll öryggisatriði sem þurfa að vera í lagi í skjálftahrinu. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og vettvangsstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum er einn þeirra sem náði að sofa af sér skjálftahrinuna í nótt og líka þann stóra. „Ég heyrði af fólki sem vaknaði við hann og hann var nú víst nokkuð öflugur. Síðan höfum við fundið skjálfta og það var í morgun, við fundum vel fyrir honum og þessum tveimur í morgun.“ En hvernig er tilfinningin að vera í miðjunni á svona hrinu? „Nú, það er ekki hægt að segja annað en að við séum orðin aðeins vön þessu en þetta er alltaf óþægilegt. Við vorum svo alsæl þegar við vorum orðin laus við þessa jarðskjálfta en við sjáum til hvað verður. Það verður að koma í ljós hvað muni gerast. Nú, ef það kæmi gos upp á svipuðum slóðum þá er það nú bara í samræmi við það sem vísindamenn hafa sagt þannig að ég held við þurfum bara að bíða og sjá.“ Íbúar á suðvesturhluta landsins eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við skjálfta og huga sérstaklega að því að munir geti ekki fallið á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur þá einnig varað fólk við bröttum hlíðum á svæðinu vegna mögulegs grjóthruns. „Það er gott að brýna þetta svolítið fyrir fólki vegna þess að það er orðið svo langt síðan síðast. Það er bara um að gera að ganga vel frá öllum hlutum.“ Það sé erfitt að venjast því að stórir skjálftar ríði yfir í sífellu. „Það er erfitt að venjast því en þetta er náttúrulega mjög einstaklingsbundið, sumir kippa sér lítið upp við þetta og aðrir eru mjög hræddir og það er bara skiljanlegt, það er nú bara mannskepnan í raun.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31 Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36 Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall Alþjóðaflugið hefur núna viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. 5. júlí 2023 11:31
Ferðamenn á svæðinu mesta áhyggjuefnið „Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið. 5. júlí 2023 10:36
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. 5. júlí 2023 10:08